Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

46. fundur 16. febrúar 2022 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Benedikt V. Warén
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrirhugaðar nýframkvæmdir og viðhald í gatnagerð á árinu 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu um nýframkvæmdir og viðhald í gatnagerð á árinu 2022. Áætlunin miðast við forsendur fjárhagsáætlunar um tekjur af gatnagerðargjöldum. Verði breytingar á þeim forsendum mun ráðið taka tillöguna fyrir á ný.
Jafnframt beinir ráðið því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða sérstaklega endurbætur á göngutengingum við nýjan leikskóla í Fellabæ með það í huga að koma þeim í framkvæmd í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulags- og byggingamál í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202201100Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála kynnir samantekt á tekjum og gjöldum skipulags- og byggingamála 2021.

Lagt fram til kynningar.

3.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt frá Vegagerðinni úr umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga sem send var til Skipulagsstofnunar í síðustu viku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur fyrir fulltrúa í ráðinu og sveitarstjórn Múlaþings, þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar fari yfir forsendur skýrslunnar.

Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fulltrúi M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður hefur lengið verið þeirra skoðunar að norðurleið um Melshorn sé rétta leiðin, að því gefnu að gangamuninn Héraðsmegin verði fyrir ofan Steinholt. Undirritaður telur ótækt er að fara innanbæjar niður Fagradalsbraut með þungaflutninga, sem hafa verið þyrnir í augum bæjarbúa í tugi ára. Enn verra væri að skera framtíðar byggingarland eins og tillaga um miðleið gerir ráð fyrir niður á Vallaveg. Sé ekki verkfræðileg geta til þess að gera gangnamunann við Steinholt, gerir undirritaður kröfu um að könnuð verði vegtenging stystu leið frá Dalhúsum niður á Vallaveg, sem verði með um níuhundruð metra löng göng undir Egilsstaðaháls. Tillaga um þá leið verði lögð fyrir fyrirhugaðan kynningarfund um Fjarðarheiðargöng.

4.Verndarsvæði í byggð, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202102159Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja að nýju drög að tillögu að verndarsvæði í byggð á Seyðisfirði, Lónið og umhverfi þess. Ráðgjafar verkefnisins tengjast inn á fundinn og fara yfir forsendur og tillögu að skilmálum verndarsvæðisins auk fornleifaskráningar. Fram kom að fyrirhugaður er fundur með fulltrúum Minjastofnunar Íslands um núverandi og fyrirhuguð verndarsvæði í Múlaþingi.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 10:00
 • Kristborg Þórsdóttir - mæting: 10:00

5.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð í landi Hafrafells 1 í Fellum. Lögð er fram greinargerð ásamt skipulagsuppdrætti, dagsett 19. janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulagsbreyting, Bragðavellir, tjaldsvæði

Málsnúmer 202202027Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er heimildar til þess að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi á Bragðavöllum í Hamarfirði vegna uppbyggingar tjaldsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og heimilar að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Bragðavalla. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til staðfestingar þegar formleg breytingartillaga liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bakkaflöt, Borgarfirði

Málsnúmer 202202089Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Bakkaflöt (L233166) á Borgarfirði eystri. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Sigtúns, Kögurs hf., Ásgarðs og Bakkavegar 1.

Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um breytt lóðamörk, Tjarnarás 6

Málsnúmer 202112071Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir að nýju umsókn um stækkun lóðarinnar Tjarnarás 6 (L157997) á Egilsstöðum. Áformin voru kynnt nágrönnum í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15. desember 2021, og engar athugasemdir gerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um stækkun lóðarinnar að Tjarnarási 6 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um landskipti, Sigurstapi, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202201110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Merkis (L157261) á Borgarfirði eystri sem fær heitið Sigurstapi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál

Málsnúmer 202202071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að taka saman drög að umsögn sem lögð verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 2. febrúar 2022, þar sem vakin er athygli á að kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum hafa verið birtar á vefsíðu Óbyggðanefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að byggðaráð Múlaþings haldi utan um viðbrögð við þjóðlendukröfum Óbyggðanefndar fyrir hönd sveitarfélagsins og fyrir hönd íbúa eftir því sem byggðaráð telur rétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 441. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Fundargerð 166. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 15

Málsnúmer 2202011FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?