Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

45. fundur 02. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði

Málsnúmer 202109074Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu framkvæmda við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

2.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju álit Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra áforma Fiskeldis Austfjarða um 10.000 tonna eldi á laxi í Seyðisfirði. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi ráðsins. Fyrir fundinum liggja tvær tillögur; tillaga L-lista sem lögð var fram á síðasta fundi liggur fyrir með viðbót frá V-lista annarsvegar og tillaga frá B-lista og D-lista hinsvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram af fulltrúum L-lista og V-lista:
Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Seyðisfirði kemur fram að landfræðilegar aðstæður, skipaumferð og lega Farice-1 sæstrengsins setji staðsetningu fiskeldiskvía þröngar skorður. Töluverð hætta geti orðið á erfðablöndun við villta laxastofna, útbreiðslu smitsjúkdóma og laxalúsar. Það kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar að áhrif eldisins á samfélagið á Seyðisfirði geti orðið neikvæð vegna andstöðu stórs hluta íbúa. Skipulagstillaga strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði er væntanleg á vormánuðum 2022 og hvetur Skipulagsstofnun til að beðið sé niðurstöðu þess. Undir það tekur umhverfis- og framkvæmdaráð og leggur til að leyfisumsóknum um laxeldið verði beint inn í skipulagsferlið. Þannig mætti frekar ná fram sátt um málið.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum (SBS, JB, JS og OBD) og 3 samþykktu (ÁHB, HÞ og PH).

Eftirfarandi tillaga lögð fram af fulltrúum B- og D-lista:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur álit Skipulagsstofnunar greinargott og fagnar því að þar er víða tekið tillit til athugasemda frá fagstofnunum, sveitarfélaginu og öðrum aðilum sem létu sig málið varða. Skipulagsstofnun gerir í áliti sínu ítarlegar tillögur að skilyrðum sem setja ætti í starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrir laxeldi í Seyðisfirði til að sporna við mögulegum neikvæðum áhrifum á umhverfi fjarðarins, innviði og aðra atvinnustarfsemi á svæðinu. Ráðið hvetur Umhverfisstofnun og Matvælastofnun til þess að taka tillit til þessara tillagna þegar unnið verður að útgáfu þessara leyfa. Þá hvetur ráðið Fiskeldi Austfjarða til að fara að tilmælum Skipulagsstofnunar hvað varðar samstarf og samráð við heimafólk, svo sem við sjómenn hvað varðar staðsetningu eldiskvía. Ráðið ítrekar fyrri afstöðu sveitarfélagsins að mikilvægt sé að sem fyrst verði lokið við gerð strandsvæðaskipulags fyrir Austfirði og að Fiskeldi Austfjarða leitist við að skapa aukna sátt um áform sín með samtali við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum (SBS, JB, JS og OBD) og 3 voru á móti (ÁHB, HÞ og PH).


Fulltrúar L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við ítrekum þau atrið sem bent var á í tillögu Austurlistans og VG og teljum að það muni verða farsælast að áformum um fiskeldi í firðinum verði frestað þar til niðurstaða haf- og strandsvæðaskipulags liggur fyrir og þannig lagður grunnur að sátt við samfélagið og umhverfið í heild.

3.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja að nýju drög að húsnæðisáætlun Múlaþings ásamt athugasemdum sem ráðið hefur gert við áætlunina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera breytingar á fyrirliggjandi drögum í samræmi við framlagðar athugasemdir. Drögin í breyttri mynd verði lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Vindmyllugarður á Fljótsdalsheiði

Málsnúmer 202201159Vakta málsnúmer

Formaður ráðsins greinir frá niðurstöðum forsamráðsfundar sem Skipulagsstofnun kallaði til að beiðni Zephyr Iceland ehf. vegna áforma fyrirtækisins um vindorkugarð í landi Klaustursels á Jökuldal. Skipulagsfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sátu fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Fram kom að fyrirtækið hefur hafið vinnu við mat á umhverfisáhrifum verkefnisins og hyggst leggja drög að matsáætlun fyrir Skipulagsstofnun á næstu vikum. Fulltrúar sveitarfélagsins gerðu á fundinum grein fyrir stöðu skipulagsmála á svæðinu og yfirstandandi vinnu við greiningu vindorkukosta innan sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

5.Verndarsvæði í byggð, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202102159Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að tillögu að verndarsvæði í byggð á Seyðisfirði, Lónið og umhverfi þess. Jafnframt eru lögð fram til kynningar drög að húsakönnun og fornleifaskráningu fyrir svæðið.

Málið er í vinnslu.

6.Verndarsvæði í byggð, Egilsstaðir

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum var auglýst frá 16. desember 2021 til 31. janúar 2022. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um athugasemdir sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta fara yfir athugasemdirnar og gera tillögu að viðbrögðum við þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er í vinnslu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ

Málsnúmer 202201053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ frá árinu 2009.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir húseigendum við Fjóluhvamm 1, 2, 3 og Smárahvamm 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202106148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu að breytingu á deiliskipulagi Votahvamms, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Bakkavegur 0, Borgarfjörður

Málsnúmer 202111223Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um óstofnaða lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði. Málið var áður til umfjöllunar á 42. fundi ráðsins þar sem samþykkt var að veita umsækjendum vilyrði fyrir lóðinni og að hafin yrði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 á þeim hluta svæðisins sem skilgreint er sem landbúnaðarland.

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til stofnun nýrrar lóðar við Bakkaveg 0 á þeim hluta svæðisins sem samrýmist gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að stofna umrædda lóð við Bakkaveg 0 á Borgarfirði eystri sem fái staðfangið Bakkaflöt og láta ganga frá úthlutun lóðarinnar í kjölfarið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að þéttingu byggðar með stofnun nýrra lóða í þegar byggðum hverfum. Um er að ræða Austurveg 24 á Seyðisfirði og Vallnaholt 6 á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablöð og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta stofna lóðirnar og færa þær á lista yfir lausar lóðir í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 16. desember 2021 lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja fundargerðir svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi frá fundum 9, 10, 11 og 12.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 13

Málsnúmer 2201013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 14

Málsnúmer 2201023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?