Fara í efni

Erindi vegna Hafnargötu 16b, Seyðisfirði

Málsnúmer 202102163

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 13. fundur - 23.02.2021

Fyrir lá erindi frá lögmanni eigenda fasteignarinnar 16 b á Seyðisfirði þar sem þess er óskað, með vísan til laga um varnir gegn snjóflóðum nr. 49 frá 1997, að sveitarfélagið kaupi umrædda eign þar sem eigendur teysta sér ekki til að búa í húsinu við ríkjandi aðstæður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að búseta í umræddri húseign er heimil sér byggðaráð Múlaþings sér ekki fært að verða við ósk um kaup á húseigninni. Leiði hins vegar endurskoðað hættumat til þess að ekki verði heimilað að hafa varanlega búsetu í umræddri húseign mun málið verða tekið til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?