Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

13. fundur 23. febrúar 2021 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynntu fyrir byggðaráði nokkur mál sem varða rekstur og fjármál Múlaþings.

Lögð fram tillaga að leiguverði í nýjum íbúðum sveitarfélagsins á Borgarfriði.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að leiguverði og felur heimastjórn Borgarfjarðar að kynna það fyrir umsækjendum og láta einnig leiguverðið koma fram í öllum leigusamningum við leigutaka.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fundargerð Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 36. stjórnarfundar Ársala bs., dags. 15.02.21.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202102172Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 44. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 29.01.21.

Byggðaráð óskar eftir því að Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Múlaþings í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga, komi á næsta fund byggðaráðs og upplýsi fulltrúa um stöðu mála.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2021

Málsnúmer 202102177Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð 57. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 19.02.21.

Lagt fram til kynningar.

5.Þjónustusamningur við Austurbrú vegna atvinnumála á Seyðisfirði 2021

Málsnúmer 202102097Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. varðandi greiningu áhrifa skriðanna á atvinnulíf á Seyðisfirði og vinnslu á skilgreindum verkþáttum.

Eyþór Stefánsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins vegna vanhæfis, þar sem hann er starfsmaður Austurbrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlögð drög að þjónustu- og samstarfssamningi á milli Múlaþings og Austurbrúar ses. og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Austurvegur 22 - leyndir gallar

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Fyrir lá greinargerð fasteignasala er annaðist sölu á fasteigninni Austurvegur 22 fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar. Fram kemur m.a. í greinargerðinni að varað hafi verið við ástandi hússins í söluyfirliti og að bent hafi verið á að ástand hússins væri ábótavant í kauptilboði og kaupsamningi. Fasteignasali leggur þó til, þrátt fyrir að söluyfirlit hafi varað vel við ástandi hússins og að kaupandi hafi undirritað og staðfest að hafa skoðað eignina vel og hafi verið ljóst að ástand hennar væri ábótavant, að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að meta hvort um leynda galla kunni að hafa verið að ræða.
Fyrir lá einnig minnisblað lögmanns vegna sölu á Austurvegi 22 þar sem fram kemur m.a. að með vísan til upplýsinga er fram komu í söluyfirliti og kauptilboði sé ólíklegt að gallar á Austurvegi 22 verði taldir geta leitt til afsláttar í ljósi reglna um leynda galla.


Hildur Þórisdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að málinu sé frestað og kaupanda boðið að koma inn á næsta fund Byggðaráðs til að fara yfir málið.

Tillagan borin upp. Tveir greiddu henni atkvæði (HÞ og ES), en þrír voru á móti (GJ, BHS, VJ)og tillagan þar með felld.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi gagna samþykkir Byggðaráð Múlaþings að ekki séu til staðar forsendur til að falla frá þeirri niðurstöðu er fram kemur í bókun fundar byggðaráðs þriðjudaginn 24.11.2020.

Tillagan borin upp og greiddu þrír henni atkvæði (GJ, BHS, VJ), einn var á móti (HÞ) og einn sat hjá (ES)


Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þetta mál snýst ekki um réttarstöðu sveitarfélagsins gegn einstakling sem það á í viðskiptum við. Þetta mál er miklu frekar prófsteinn á sveitarfélagið, hvernig það tekur aðilum sem hingað koma, taka áhættu til uppbyggingar af hugsjón og alúð.
Þetta mál snýst um viðskipti með það að leiðarljósi að báðir aðilar séu sáttir.
Þetta mál snýst um eldgamalt hús, eina mestu staðarprýði Seyðisfjarðar, í miðjum bænum. Viljum við tryggja að það verði vel uppgert og í því verði líf íbúanna eða ljósin slökkt 9 mánuði ársins sem sumarhús eða gistihús?
Þetta mál snýst um húsnæðisvanda á Seyðisfirði í kjölfar skriðufalla.
Þegar allt er tekið saman þá gæti það verið "win-win" fyrir kaupanda og seljanda sem og samfélagið í heild að sveitarfélagið komi að þessu máli í ljósi sérstakra aðstæðna og mæti kaupanda á miðri leið með uþb. 4 milljóna eftirgjöf af kaupverði. Slíkt yrði vissulega aðeins gert eftir samtal við kaupanda og fjárhagslega skoðun þar sem gengið yrði úr skugga um að kaupandinn sé ekki að fara með fleipur.

7.Erindi vegna Hafnargötu 16b, Seyðisfirði

Málsnúmer 202102163Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá lögmanni eigenda fasteignarinnar 16 b á Seyðisfirði þar sem þess er óskað, með vísan til laga um varnir gegn snjóflóðum nr. 49 frá 1997, að sveitarfélagið kaupi umrædda eign þar sem eigendur teysta sér ekki til að búa í húsinu við ríkjandi aðstæður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að búseta í umræddri húseign er heimil sér byggðaráð Múlaþings sér ekki fært að verða við ósk um kaup á húseigninni. Leiði hins vegar endurskoðað hættumat til þess að ekki verði heimilað að hafa varanlega búsetu í umræddri húseign mun málið verða tekið til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Sérfræðiþjónusta skóla

Málsnúmer 202012040Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningi sveitarfélaganna, Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps um breytingar á byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaganna um breytingar á byggðasamlagi um Skólaskrifstofu Austurlands og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi auk tilnefninga í starfshópinn:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi og skipar eftirtalda aðila sem fulltrúa í starfshópinn:

Harald Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings
Hugrúnu Hjálmarsdóttur, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings
Snjólf Gunnarsson, fulltrúa björgunarsveitarinnar Báru/Rauðakrossd. Djúpavogs.

Fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi er falið að starfa með hópnum og kalla hann saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Atvinnu- og menningarmál Múlaþings

Málsnúmer 202102171Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá fundi er atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings hélt með starfmönnum og fulltrúum þjónustuaðila þriðjudaginn 16.02.21. Gerð er grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi og undirbúningi varðandi makaðs- og kynningarmál í sveitarfélaginu m.a.

Lagt fram til kynningar.

11.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að óskað er eftir formlegri umsókn frá sveitarfélaginu til forsætisráðuneytisins varðandi framlag til kaupa á minnisvarða um „Frelsið“ tengt minningu Hans Jónatans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn til forsætisráðuneytisins um framlag vegna kaupa á minnisvarða um „Frelsið“ tengt minningu Hans Jónatans. Óskað verði eftir framlagi í samræmi við upplýsingar er fram komu á fundi byggðaráðs Múlaþings þriðjudaginn 16.02.2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál

Málsnúmer 202102170Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?