Fara í efni

Áfangar - Langidalur, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá

Málsnúmer 202102169

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá við Norðausturveg í Áföngum. Fram kemur að ef viðbrögð við erindinu verði jákvæð muni framkvæmdaaðili vinna deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að áformin rúmist innan þess ramma sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 mótar fyrir virkjanir af þessu tagi. Ráðið samþykkir því, í samræmi við það sem fram kemur í gögnum umsækjanda, að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur umsókn frá Neyðarlínunni ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá við Norðausturveg í Áföngum. Fram kemur að ef viðbrögð við erindinu verði jákvæð muni framkvæmdaaðili vinna deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að áformin rúmist innan þess ramma sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 mótar fyrir virkjanir af þessu tagi. Ráðið samþykkir því, í samræmi við það sem fram kemur í gögnum umsækjanda, að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að unnin verði skipulagslýsing og tillaga að deiliskipulagi fyrir framkvæmdina. Í greinargerð frá framkvæmdaraðila kemur fram að um jákvæðan umhverfislegan ávinning er að ræða með því að afleggja brennslu á jarðaefnaeldsneyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?