Fara í efni

Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Vesturvegur 9

Málsnúmer 202102183

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að byggja á svæði sem umsækjandi vísar til sem Vesturvegar 9 á Seyðisfirði. Umrætt svæði er ekki skilgreint sem íbúðasvæði í aðalskipulagi en er þar merkt sem opið svæði nr. 8 Skrúðgarður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og ekki hefur verið mótuð stefna um að breyta notum á umræddu svæði samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að vísa umsókninni frá.
Skipulagsfulltrúa falið að benda umsækjanda á aðra mögulega kosti sem eru þegar skipulagðir.

Samþykkt með handauppréttingu með 6 atkvæðum, 1(HÞ) sat hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?