Fara í efni

Umsagnarbeiðni um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.

Málsnúmer 202102202

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Björn Ingimarsson, hafnastjóri, gerði grein fyrir tillögu að umsögn um málið sem lá fyrir fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð ítrekar fyrri umsögn sveitarfélagsins sem gerð var vegna málsins í nóvember 2020 og telur sérstaklega brýnt að skoðuð verði betur staða þeirra hafna á Íslandi sem falla undir hið samevrópska flutningsnet, gagnvart hverskyns notkun hafnanna. Ráðið telur nauðsynlegt að við innleiðingu evrópureglna hér á landi sé horft til sérstakrar stöðu hafna hér á landi sem falla undir þetta regluverk.

Samþykkt samhljóða með með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?