Fara í efni

Störf ungmennaráðs

Málsnúmer 202102222

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Fram fóru umræður um störf ráðsins og stöðu á verkefnum þess.

Ungmennaráð Múlaþings - 15. fundur - 21.06.2022

Á þessum síðasta fundi sitjandi ungmennaráðs Múlaþings vilja meðlimir nýta tækifærið og hvetja ungt fólk í sveitarfélaginu til þess að bjóða sig fram til þátttöku í ráðinu. Það er ákaflega mikilvægt að raddir ungmenna í sveitarfélaginu heyrist, og eftir þeim sé tekið.

Önnur ráð og nefndir í Múlaþingi eru minnt á störf ungmennaráðs og að í erindisbréfi segir „Nefndir og ráð sveitarfélagsins senda ungmennaráði, til umsagnar, öll málefni sem snerta ungt fólk og börn sérstaklega.“ Bendir ráðið á að ráð og nefndir mega vera duglegri við að fá umsagnir og afstöðu ungmennaráðs til ýmissa mála, en það er hópurinn sem lifir með þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag.

Jafnframt hvetur ráðið nýtt ungmennaráð, alla skóla og þau félög sem eiga fulltrúa í ráðinu til þess að standa vel að kynningu á ungmennaráði Múlaþings og kosningum um sæti í ráðinu til að öllum sé gert ljóst mikilvægi ráðsins í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?