Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

5. fundur 03. maí 2021 kl. 16:00 - 18:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Vigdís Diljá Óskarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vigdís Diljá Óskarsdóttir Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Jóhann Elí Salberg Danjálsson sat fundinn sem varamaður Gylfa Arinbjörns Magnússonar.

1.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um mögulegan ærlsabelg á Egilsstöðum. Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar umræðu um ærslabelg til þessa. Ungmennaráð er jákvætt gagnvart hugmyndinni um að ærslabelgur verði settur upp á Egilsstöðum. Ráðið leggur jafnframt sérstaka áherslu á að belgurinn verði staðsettur miðsvæðis í þéttbýli bæjarins, t.a.m. í Bjarnadalnum, í Tjarnagarðinum, aftan við Egilsstaðaskóla eða í Pósthúsgarðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sýn Ungmennaráðs á leikskólamál

Málsnúmer 202104029Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um leikskólamál á Héraði. Í málefnasamningi meirihluta sveitarstjórnar stendur meðal annars "Unnið verði að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum." Ungmennaráð Múlaþings krefst svara frá meirihlutanum við eftirfarandi spurningum:
- Hefur verið tekin ákvörðun um hvar leikskóli á Egilsstöðum skal rísa? Ef svo er, er hafin nauðsynleg vinna við deiliskipulagsbreytingar til þess að koma honum fyrir?
- Er hönnun leikskólans hafin? Ef svo er ekki, gerir sveitarstjórn ráð fyrir fjármagni til þess í nánustu framtíð?

Ungmennaráð skorar jafnframt á sveitarstjórn að móta langtímaáætlun um leikskólamál svo að komast megi hjá því að foreldrar detti út af vinnumarkaði lengur en nauðsynlegt er. Ungmennaráð bendir á að slíkar aðgerðir gætu aukið kynjajafnrétti, þar sem þekkt er að mæður séu frekar heima en feður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar

Málsnúmer 202102219Vakta málsnúmer

Fram fór vinna við fyrirhugaðan sameiginlegan fund ungmennaráðs og sveitarstjórnar.

4.Störf ungmennaráðs

Málsnúmer 202102222Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202104218Vakta málsnúmer

Fram fóru umræður um mál nr 202104218, Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar. Ungmennaráð krefst svara frá umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings við eftirfarandi spurningum:

Hvenær er gert ráð fyrir því að hönnun svæðisins verði lokið?
Hyggst sveitarstjórn gera ráð fyrir nægum fjármunum í fjárhagsáætlun næsta árs til þess að klára framkvæmdir árið 2022? Ef svo er ekki, hvenær má gera ráð fyrir því að svæðið verði tilbúið?

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?