Fara í efni

Erindi frá foreldrafélagi grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla - Nýbygging skóla

Málsnúmer 202102229

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lá erindi frá foreldrafélagi grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla þar sem skorað er á sveitarfélagið Múlaþing að setja nýbyggingu skólans á áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með foreldraráði grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og beinir því til sveitarstjórnar að horft verði til varanlegra lausna við ákvörðunartöku varðandi framtíðarskipulag og fjárfestingar er tengjast grunnskólastarfsemi á Seyðisfirði.

Byggðaráð samþykkir að taka málið aftur fyrir þegar vinna á vegum umhverfis- og framkvæmdaráðs og fræðslustjóra um bráðavanda Seyðisfjarðarskóla liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fjölskylduráð Múlaþings tekur undir bókun byggðaráðs á 14. fundi 2. mars sl. þar sem byggðaráð tekur undir með stjórn foreldrafélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla og beinir því til sveitarstjórnar að horft verði til varanlegra lausna við ákvörðunartöku varðandi framtíðarskipulag og fjárfestingar er tengjast grunnskólastarfsemi á Seyðisfirði.

Fjölskylduráð samþykkir eins og byggðaráð að taka málið aftur fyrir þegar vinna á vegum umhverfis- og framkvæmdaráðs og fræðslustjóra um bráðavanda Seyðisfjarðarskóla liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?