Fara í efni

Lánasamningar 2021

Málsnúmer 202102234

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lá lánasamningur Múlaþings við Lánasjóð sveitarfélaga þar sem fram kemur að Múlaþing taki að láni hjá Lánasjóð sveitarfélaga fjögurhundruðmilljónir króna til 13 ára. Lánið verði verðtryggt og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Tilgangur láns er fjármögnun á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun eldri lána.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir lántökuna, sem er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021 og vísar henni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurnir. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björn Ingimarsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings , kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá lánasamningur Múlaþings við Lánasjóð sveitarfélaga þar sem fram kemur að Múlaþing taki að láni hjá Lánasjóð sveitarfélaga þrjú hundruð milljónir króna til 12 ára. Lánið verði verðtryggt og breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Tilgangur láns er fjármögnun á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun eldri lána.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir lántökuna, sem er samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2021 og vísar henni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir á fundi sínum þann 8. desember 2021 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings , kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?