Fara í efni

Brennistaðir Vatnsveita ný borhola og tengingar umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202102239

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir neysluvatni. Einnig liggur fyrir í málinu umsögn frá HAUST og MÍ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim fyrirvara að tekið verið tillit til athugasemdar Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir neysluvatni. Einnig liggur fyrir í málinu umsögn frá HAUST og MÍ.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim fyrirvara að tekið verið tillit til athugasemdar Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að falla frá grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?