Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

9. fundur 31. maí 2021 kl. 13:00 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Umsagnarbeiðni, Litlibakki, efnistaka

Málsnúmer 202105226Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur að taka afstöðu til umsagnar Skipulagsfulltrúa varðandi matsskyldu vegna efnistöku á Litlabakka í Hróarstungu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir drög skipulagsfulltrúa að umsögn um tillögu að matsskýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Skriðdal

Málsnúmer 202105134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Í ljósi framkominna upplýsinga frá skipulagsfulltrúa um að framkvæmdin falli í flokk b samkvæmt reglugerð um mat á umhverfisáhrifum felur heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipulagsfulltrúa að tilkynna framkvæmdaaðila um tilkynningaskylduna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um breytingu á nafni landeignar, Hallbjarnarstaðir yfir í Skriðusel

Málsnúmer 202104275Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til nafnabreytingar á jörðinni Hallbjarnarstaðir í Skriðdal sem óskað er eftir að fái nafnið Skriðusel. Um er að ræða helming af upprunalegri jörð en hinn hlutinn nefnist Hallbjarnarstaðir 2.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á nafni Hallbjarnarstaða í Skriðusel, með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í erindi umsækjanda. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Dalskógar 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202103191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform sem eru tilkynningaskyld. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Dalskóga 5b og 9. Umsagnaraðili eru Brunavarnir á Austurlandi. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að stytta kynningartíma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202102201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingu frístundahúss í landi Flúða. Aðalskipulag heimilar að reist verði allt að 10 frístundahúsum í landi Flúða samkvæmt tilteknum skilmálum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir umsögnum frá Brunavörnum á Austurlandi, HEF veitum, HAUST og Minjastofnun Íslands vegna umsóknarinnar. Ráðið samþykkir að komi engar athugasemdir fram í umsögnum verði málinu vísað beint til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að falla frá grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Faxatröð 2 - Egilsstaðir, - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að svörum við þeim athugasemdum sem fram komu við grenndarkynningu. Einnig liggja fyrir svör húseiganda við fyrirspurn um notkun íbúðarhúss og fyrirhugaða notkun á bílskúr ef leyfi fæst fyrir breyttri nýtingu hans. Alls er gert ráð fyrir 11 íbúum í íbúðarhúsinu og samtals 13 íbúum á lóðinni ef leyfi fæst fyrir breytingu bílskúrs. Umsækjandi hefur upplýst að á lóðinni sé hægt að koma fyrir fjórum bílum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.1.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið, ásamt framlögðum svörum við athugasemdum, og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu. Ráðið beinir því til byggingarfulltrúa að við útgáfu byggingarleyfis skuli umsækjanda gert að gera grein fyrir viðeigandi fjölda bílastæða. Þá er upplýsingum um þá starfsemi sem er í húsinu beint til skoðunar hjá byggingarfulltrúa, Brunavörnum á Austurlandi, Vinnueftirliti og HAUST.

Með vísan til umsagna sem liggja fyrir staðfestir heimastjórn Fljótsdalshéraðs afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir framlögð svör við athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu

Málsnúmer 202105088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Hjaltastaðaþinghá og Hróarstungu.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Í ljósi framkominna upplýsinga frá skipulagsfulltrúa um að framkvæmdin falli í flokk b samkvæmt reglugerð um mat á umhverfisáhrifum felur heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipulagsfulltrúa að tilkynna framkvæmdaaðila um tilkynningaskylduna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs frá 3.5. 2021 um ærslabelg á Egilsstöðum. Einnig liggur fyrir eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.5. 2021:

Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi því að fundinn verði staður fyrir ærslabelg á Egilsstöðum og bendir á æskilega staðsetningu við Samfélagssmiðjuna eða í Tjarnargarði næst Safnahúsinu. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir hugmyndir umhverfis- og framkvæmdaráðs um staðsetningu ærslabelgs í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Heimastjórnin bendir einnig á að skoða megi mögulega staðsetningu ærslabelgs sunnan megin við sundlaugina á Egilsstöðum og við íþróttavöllinn í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202102200Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingu frístundahúss í landi Flúða. Aðalskipulag heimilar að reist verði allt að 10 frístundahúsum í landi Flúða samkvæmt tilteknum skilmálum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir umsögnum frá Brunavörnum á Austurlandi, HEF veitum, HAUST og Minjastofnun Íslands vegna umsóknarinnar. Ráðið samþykkir að komi engar athugasemdir fram í umsögnum verði málinu vísað beint til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að falla frá grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar ehf

Málsnúmer 202012116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanningum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Fanneyju Helgu Hannesdóttur f.h. Eiða ehf, um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jóhann Gísli Jóhannsson vék af fundi undir þessum lið.

11.Samningur um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi

Málsnúmer 202105255Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi. Einnig liggja fyrir ráðinu áform um breytingar á deiliskipulagi og byggingu íbúða í Selbrún í Fellabæ.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26.5. 2021 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform og samþykkir að heimila að ráðist verði í breytingar á deiliskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við efni samningsins, verði hann samþykktur. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar og til byggðarráðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að farið verði í breytingu á deilskipulagi Selbrúnar í Fellabæ til samræmis við fyrirliggjandi drög að samningi og telur jákvætt að framboð íbúðarhúsnæðis aukist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161Vakta málsnúmer

Málinu frestað og áfram í vinnslu.

13.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags lauk 17. maí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og MÍ en engar athugasemdir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Lagarfoss. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra byggingaráforma.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 5. mgr. 13. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir ábúendum að Randabergi, Uppsölum og Versölum 4. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, HEF veitur, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalhéraðs til afgreiðslu.

Í ljósi fyrirliggjandi gagna og umsagna sem borist hafa heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykktir heimastjórnin að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til efnislegrar umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Brennistaðir Vatnsveita ný borhola og tengingar umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202102239Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir neysluvatni. Einnig liggur fyrir í málinu umsögn frá HAUST og MÍ.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins eða umsækjanda, sbr. ákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim fyrirvara að tekið verið tillit til athugasemdar Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að falla frá grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Breyting á götuheiti, Fellabær, Einhleypingur

Málsnúmer 202104243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að finna nafn á umrædda götu og leggur til að kallað verði eftir tillögum um það. Einnig að tekið verði tillit til mögulegrar fjölgunar lóða á svæðinu norðan ráðhússins og víðar á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að umhverfis- og framkvæmdasvið kalli eftir tillögum frá íbúum um heiti götunnar og að það götuheiti haldist komi til þess að lögð verði gata í norður frá skrifstofu HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Frágangur við Furuvelli annars vegar og lóðar Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 202104218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Brodda Bjarnasyndi, dagsett 27.5.2021, til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir svörum heimastjórnar um það hvort uppi séu áform um breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur ekki fjallað um eða hefur áform um að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins en er kunnugð um að endanleg lóðarhönnun hefur ekki farið fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Sumarleyfi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202104080Vakta málsnúmer

Næstu fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn í byrjun júlí og þar næsti fundur upp úr miðjum ágúst.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?