Fara í efni

Hellisheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn

Málsnúmer 202102246

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir lögn hluta Vopnafjarðarlínu í jarðstreng um Hellisheiði. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands og ákvörðun um matsskyldu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur umsókn frá Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir lögn hluta Vopnafjarðarlínu í jarðstreng um Hellisheiði. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands og ákvörðun um matsskyldu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?