Fara í efni

Refa- og minkaveiðar í Múlaþingi

Málsnúmer 202103007

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag refa- og minkaveiða í þeim sveitarfélögum sem sameinuðust í Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að ræða við þá sem sinnt hafa refa- og minkaveiðum innan sveitarfélagsins utan Fljótsdalshéraðs og bjóða þeim samning til eins árs um veiðar á sínu svæði á sambærilegum kjörum og giltu á Fljótsdalshéraði. Verkefnastjóra er einnig falið að gera tillögur um framtíðarskipulag þessara mála meðal annars með tilliti til þeirra áætlana og upplýsinga sem liggja fyrir hjá Umhverfisstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja samningsdrög vegna refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningum við refa- og minkaveiðimenn innan sveitarfélagsins. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að ganga frá endurnýjun samninga við þá veiðimenn sem óska eftir að halda áfram og jafnframt að vinna áfram að gerð nýrra samninga þar sem þeir hafa ekki verið í gildi.

Samþykkt með 7 atkvæðum með handauppréttingu, ÁHB situr hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?