Fara í efni

Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Bakkavegur 22

Málsnúmer 202103064

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Bakkaveg 22 á Borgarfirði eystri dags. 24. september 2021 þar sem þeir óska eftir að skila lóðinni inn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi umsækjanda og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bjóða öðrum þeim sem sóttu um lóðina við auglýsingu hennar, en töpuðu hlutkesti um hana, að fá henni úthlutað. Óski viðkomandi ekki eftir því að fá lóðina er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að láta færa hana á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?