Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

34. fundur 06. október 2021 kl. 08:30 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að máli nr. 6, Aðalskipulagsbreyting við Álfaás á Völlum, yrði bætt við dagskrá fundarins. Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðaðist hún samþykkt.

Hugrún Hjálmarsdóttir sat fundinn undir liðum nr. 1-6 og nr. 11-17, og Sigurður Jónsson sat fundinn undir liðum nr. 6-11.

1.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Kristján Hjálmarsson frá H:N Markaðssamskiptum mætti á fundinn og lagði fram drög að kynningarefni vegna nýja miðbæjarskipulagsins á Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að fjárfestingaáætlun fyrir 2022 og til næstu þriggja ára. Einnig lágu fyrir fundinum drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Múlaþings.

Fjárhagsáætlun er áfram í vinnslu og gert er ráð fyrir að hafnastjóri komi á næsta fund ráðsins og fari yfir málið.

3.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarstjóri, og Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri menningarmála, komu inn á fundinn og fóru yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Lagt fram til kynningar.

4.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 202101159Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnuskóla Múlaþings á liðnu sumri og fjallað um hugmyndir að fyrirkomulagi næsta sumars.

Máli frestað til næsta fundar ráðsins.

5.Egilsstaðaskóli og Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - húsnæðismál

Málsnúmer 202106035Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Ruth Magnúsdóttur, skólastjóra Egilsstaðaskóla, varðandi húsnæðismál skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhags-, framkvæmda- og viðhaldsáætlana fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Álfaás á Völlum

Málsnúmer 202108068Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna gistiþjónustu við Álfaás í landi Ketilsstaða. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar og vinnslutillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir sem borist hafa og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar lagfæringar á tillögunni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst svo breytt. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Völlum verði auglýst samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.

Málið er í vinnslu.

8.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Lækjargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202109158Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum deiliskipulags við Garðarsveg á Seyðisfirði. Eftir lítilsháttar breytingar á hönnun fyrirhugaðs íbúðakjarna á svæðinu er nú gert ráð að heildarbyggingarmagn á lóðinni verði 713,3 fermetrar en hámark samkvæmt skipulagi eru 700 fermetrar. Heildarlengd byggingar er eftir breytingu 63,03 metrar en í skipulagi er gert ráð fyrir 60,57 metrum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að heimila frávik frá skipulagsskilmálum í samræmi við fyrirliggjandi gögn frá lóðarhafa, enda er um óveruleg frávik að ræða þannig að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, svæði D, E og F

Málsnúmer 202109166Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Eyjólfsstaðaskógi, svæði D, E og F, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum frístundahúsa á umræddu svæði. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun Íslands, Brunavarnir á Austurlandi og HAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í dreifbýli, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202010608Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Mílu ehf. vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Seyðisfirði.

Málið er í vinnslu.

11.Umsókn um byggingarleyfi, Seyðisfjörður, Ferjuleira

Málsnúmer 202109177Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá embætti lögreglustjórans á Austurlandi um stöðuleyfi fyrir skrifstofugámi til bráðabirgða. Úlfar Trausti Þórðarson, byggingarfulltrúi, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar umsókninni, enda uppfyllir umræddur skrifstofugámur ekki þau skilyrði sem sett eru í byggingarreglugerð til veitingar stöðuleyfis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Bakkavegur 22

Málsnúmer 202103064Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Bakkaveg 22 á Borgarfirði eystri dags. 24. september 2021 þar sem þeir óska eftir að skila lóðinni inn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi umsækjanda og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bjóða öðrum þeim sem sóttu um lóðina við auglýsingu hennar, en töpuðu hlutkesti um hana, að fá henni úthlutað. Óski viðkomandi ekki eftir því að fá lóðina er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að láta færa hana á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um lóð, Djúpivogur, Borgarland 54

Málsnúmer 202103091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhafa við Borgarland 54 á Djúpavogi dags. 30. september 2021 þar sem hann óskar eftir að skila lóðinni inn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi umsækjanda og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa lóðina á ný á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

Málsnúmer 202106125Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tvö erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tengjast verkfærakistu í loftslagsmálum sem ætluð er sveitarfélögum og sambandið hefur unnið að undanfarin misseri. Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, kom inn á fundinn og kynnti jafnframt fyrir ráðinu gildandi lög um loftslagsstefnu sveitarfélaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna tillögu að verklagi við mótun og setningu loftslagsstefnu Múlaþings ásamt drögum að tímalínu verkefnisins. Tillagan verður lögð fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum

Málsnúmer 202109150Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla um leiðir til að efla líffræðilega fjölbreytni í borgum og bæjum en hún er afrakstur samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim. Í erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsettu 24. september 2021, eru sveitarfélög hvött til þess að nýta sér skýrsluna til þess að vinna að eflingu og aukinni vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Ráðuneytið er tilbúið til að leiðbeina og vinna með sveitarfélögunum að verkefninu.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fundargerð frá 8. september í Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaga á Austurlandi til kynningar auk minnisblaðs um stöðu verkefnisins og tímalínuna framundan.

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?