Fara í efni

Ástand leikvalla á Seyðisfirði

Málsnúmer 202103066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir lá erindi frá Foreldrafélagi leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla þar sem fram kemur að þörf sé á viðhaldi leiktækja á leikskólalóð sökum aldurs og vanrækslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindinu til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til skoðunar og vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að brugðist hafi verið við þeim atriðum sem bent er á í erindinu.

Kjartan Róbertsson fór yfir það verkferli sem viðhaft var á Fljótsdalshéraði varðandi eftirlit með leiksvæðum en stefnt er að því að tryggja markvisst eftirlit með ástandi leiksvæða í sameinuðu sveitarfélagi, þar sem sérmenntaður starfsmaður framkvæmdasviðs fer með fulltrúa HAUST í úttektir og tryggir að úrbætur séu unnar.

Lagt fram til kynningar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?