Fara í efni

Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 202103103

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Forsendur þess að sveitarfélög gerist barnvæn sveitarfélög ræddar og hvað felst í þátttöku í slíku verkefni.

Fjölskylduráð telur verkefnið áhugavert og óskar eftir að ungmennaráð taki málið til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Ungmennaráð Múlaþings er mjög jákvætt í garð verkefnisins og leggur til að sveitarstjórn kanni möguleika á því að Múlaþing gerist barnvænt sveitarfélag.
Þó þarf að hafa í huga, áður en ráðist er í slíkt verkefni, að samstaða þarf að vera um það og að gert verði ráð fyrir nægu fjármagni, til dæmis fyrir starfskrafti sem bæri ábyrgð á verkefninu.

Ungmennaráð Múlaþings - 13. fundur - 24.03.2022

Ungmennaráð fagnar því að Múlaþing hafi skuldbundið sig til að vinna að verkefninu Barnvæn sveitarfélög og hlakkar til að vera virkur aðili í þeirri vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?