Fara í efni

Námsgögn í grunnskólum

Málsnúmer 202103108

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Farið yfir forsendur kostnaðar við námsgögn í grunnskólum en kostnaður skólanna vegna fjölbreyttra námsgagna hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum þrátt fyrir að kostnaður við námsgögn hafi verið eftir hjá ríkinu við yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna.

Hrefna Hlín Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara, benti á mikilvægi þess að geta beitt fjölbreyttum námsaðferðum í samræmi við aðalnámskrá og þar liggi mikil tækifæri í ýmsum smáforritum og búnaði sem skólarnir þurfi að greiða fyrir af eigin fjárveitingum.

Fram kom að framlög frá ríkinu til námsgagna hafa rýrnað mjög frá yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna. Fjölskylduráð hvetur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir að framlög ríkisins til námsgagna verði aukin og fjölbreytni tryggð svo betur sé hægt að mæta viðmiðum aðalnámskrár í skóla á 21. öldinni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 41. fundur - 29.03.2022

Formaður kynnti erindið og tilefni þess sem varðar áskorun til yfirvalda um verulegar umbætur í framboði á námsgögnum til grunnskóla.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?