Fara í efni

Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103138

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Tekið fyrir innsent erindi sem fært var í trúnaðarmálabók.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Ómar Guðmundsson kynnir þau verkefni sem Hrafnshóll vinnur að í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.

Gestir

  • Ómar Guðmundsson - mæting: 11:00

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Heimastjórn á Djúpavogi gerir alvarlegar athugasemdir við hve seint framkvæmdir og frágangur á lóð í Markarlandi 10a-10e ganga og beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að á fyrirhuguðum fundi með framkvæmdaraðila verði málinu fylgt eftir og lögð áhersla á að framkvæmdir hefjist nú þegar og að þeim ljúki sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Til stóð að Ómar Guðmundsson kynnti þau verkefni sem Hrafnshóll vinnur að í sveitarfélaginu og stöðu þeirra.

Máli frestað.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Til umfjöllunar er rammasamningur Múlaþings við Hrafnshól ehf., Nýjatún ehf. og Bæjartún íbúðarfélag ehf. um byggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi er gerður var 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþins felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 119. fundur - 03.06.2024

Lagt er fram til kynningar erindi, dagsett 24. maí 2024, vegna samninga Brákar leigufélags hses. og Hrafnhóls ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur Brák hses. til að leita allra leiða og tryggja að framkvæmdir innan sveitarfélagsins verði kláraðar eins fljótt og auðið er. Ráðið harmar það hversu langan tíma framkvæmdir hafa tekið og hversu illa hefur verið gengið um byggingarsvæðin. Mikill skortur er á leiguhúsnæði innan alls sveitarfélagsins og því er um að ræða mikilvæga viðbót á húsnæðismarkaði.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?