Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

16. fundur 23. mars 2021 kl. 08:30 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stuðningsyfirlýsingu vegna mögulegs nýsköpunarmiðstöðvarverkefnis í Herðubreið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagða stuðningsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál fyrir byggðaráði, sem varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi stjórnar Ársala bs. dagsett 15.02.2021, þar sem fram kemur að Hreini Halldórssyni, umsjónarmanni fasteigna Ársala, var falið að ganga frá umsókn fyrir hönd Ársala bs. um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Lagaráss 21-33 á Egilsstöðum. Einnig lá fyrir útfyllt umsóknarform vegna umræddrar umsóknar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til það hefur hlotið umfjöllun hjá matsnefnd, samanber 2.gr. reglna Múlaþings um stofnframlög.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög frá Veðurstofu Íslands að endurskoðuðu hættumati fyrir svæðið frá Búðará að Skuldarlæk á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því við Veðurstofu Íslands að vinnu við endurskoðað hættumat á umræddu svæði verði lokið sem fyrst og það gert opinbert. Sveitarstjóra jafnframt falið að funda með fulltrúum Ofanflóðasjóðs og Eflu varðandi stöðu mála varðandi frumathugun og í framhaldi af því með eigendum húsa á svæðinu. Æskilegt er að á þeim fundi verði einnig sérfræðingar Veðurstofu og Eflu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202102172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202103105Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður föstudaginn 26. mars 2021 á Grand Hótel Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Tekið fyrir innsent erindi sem fært var í trúnaðarmálabók.

8.Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélags

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga þar um. Um er ræða umsókn vegna fyrirhugaðrar byggingar á tíu íbúðum á Egilsstöðum/Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til að matsnefnd hefur fjallað um umrædda umsókn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar og gögn vegna Ars Longa á Djúpavogi. Fram kemur að kostnaður við að koma húsnæðinu í viðunandi ástand til að setja upp tímabundnar sýningar, sem gætu hafist sumarið 2022, nemi um 32 millj.kr. en að heildarkostnaðarmat við að koma húsnæðinu í fullnægjandi ástand nemi um 234 millj.kr. Einnig lá fyrir rekstraráætlun fyrir árin 2021 til 2023. Gert er ráð fyrir að fjármagna uppbyggingu með styrkfé frá bæði opinberum og einkaaðilum, innlendum sem erlendum, og það sama á einnig við um reksturinn að stærstum hluta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir ýtarlegri gögnum varðandi uppbyggingu, rekstur og fjármögnun verkefnisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Uppbyggingarsjóður EES EFTA

Málsnúmer 202103157Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá starfsmanni skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel þar sem því er velt upp hvort Múlaþing hafi áhuga á að taka þátt í samstarfsverkefni íslenskra, norskra og pólskra sveitarfélaga sem yrði styrkt af uppbyggingarsjóði EES EFTA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur umrætt verkefni mjög svo áhugavert en sér ekki að sveitarfélagið hafi tök á að koma að því, að svo stöddu, þar sem forgangsverkefnin í stjórnsýslu Múlaþings í ár verða að sjá til þess að þau markmið náist er lagt var upp með við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra er það mynda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 242000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Málsnúmer 202103129Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Málsnúmer 202103130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað, 495. mál

Málsnúmer 202103125Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga 602. mál

Málsnúmer 202103150Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?