Fara í efni

Uppbyggingarsjóður EES EFTA

Málsnúmer 202103157

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 16. fundur - 23.03.2021

Fyrir lá erindi frá starfsmanni skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel þar sem því er velt upp hvort Múlaþing hafi áhuga á að taka þátt í samstarfsverkefni íslenskra, norskra og pólskra sveitarfélaga sem yrði styrkt af uppbyggingarsjóði EES EFTA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur umrætt verkefni mjög svo áhugavert en sér ekki að sveitarfélagið hafi tök á að koma að því, að svo stöddu, þar sem forgangsverkefnin í stjórnsýslu Múlaþings í ár verða að sjá til þess að þau markmið náist er lagt var upp með við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra er það mynda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?