Fara í efni

Innsent erindi, Eiðar, Ástand og umhirða gatna

Málsnúmer 202103172

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni, íbúa við Eiðavelli, varðandi götuhreinsun, ástand gatna og götulýsingu á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera tillögu að framkvæmdum sem fara má í á Eiðum í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni dagsett 31. ágúst 2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um verklag og reglur við götusópun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og ábendingar sem þar koma fram. Almennt eru ekki í gildi sérstakar reglur eða verklag um götusópun í Múlaþingi heldur er gert ráð fyrir því að aðstæður séu metnar á hverjum tíma og í hverju tilviki fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?