Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

31. fundur 15. september 2021 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Guðlaugur Snæbjörnsson, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið nr. 4.

1.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu verður farið yfir rekstur og umhirðu á tjaldsvæðum sveitarfélagsins á liðnu sumri.

Frestað til næsta fundar.

2.Endurbygging hafskipabryggju Djúpivogur

Málsnúmer 202109017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vegagerðinni með niðurstöðum útboðs vegna endurbyggingu á hafskipabryggju á Djúpavogi. Tvö tilboð bárust í verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi niðurstöðu útboðs og að fenginni tillögu Vegagerðarinnar samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ísar ehf., á grundvelli útboðsins og bindandi samningur gerður. Hafnastjóra er falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Öryggi á ferðamannastöðum í Múlaþingi

Málsnúmer 202109056Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir hugmyndir um að óska eftir öryggisúttekt frá Lögregluembættinu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óskað verði eftir því að lögreglan á Austurlandi geri úttekt á öryggi gesta á helstu ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Úttektin taki til farsíma- og talstöðvasambands, aðgengi viðbragðsaðila, hættu vegna grjóthruns, fallhættu, ofanflóðahættu og annarra þátta sem ástæða þykir til að meta. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að láta vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir fjárhagsramma áætlunarinnar og kynnir tímalínu fyrir vinnuna framundan sem gert er ráð fyrir að verði þannig:
15. september - Farið yfir tímaplan fjárhagsáætlunarvinnu og rammaáætlun sem samþykkt var í vor.
22. september - Farið yfir fyrstu tillögu að endanlegri rekstraráætlun.
29. september - Rekstraráætlun lögð fram til samþykktar og samþykktar gjaldskrár.
6. október - Farið yfir drög að framkvæmdaáætlun.
20. október - Framkvæmdaáætlun lögð fram til samþykktar.

Málið er í vinnslu.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202103077Vakta málsnúmer

Borist hafa ábendingar frá Skipulagsstofnun um að endurskoða fyrri ákvörðun sveitarstjórnar um að gera breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við smávirkjun í Loðmundarfirði. Taka þarf afstöðu til málsmeðferðar og áframhaldandi vinnu við breytingu á skipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar telur umhverfis- og framkvæmdaráð að áform um smávirkjun fyrir aðstöðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstað í Loðmundarfirði falli undir nauðsynlega aðstöðusköpun á svæðinu, líkt og vatns- og fráveita þar sem ekki er um tengingu við samveitu að ræða, og sé því í samræmi við gildandi Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Ráðið telur enn fremur að framkvæmdin sé í samræmi við meginmarkmið aðalskipulagsins með vísan til umfjöllunar um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu á landbúnaðarsvæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Borgarfjarðar að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem gert verði ráð fyrir áformum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Snjóholt 158100 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010264Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna skemmu í Snjóholti. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fljótsbakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202107091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna viðbyggingar við núverandi íbúðarhús á Fljótsbakka 1. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bakkakot - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109010Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform á lóðinni Bakkakot á Borgarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en
ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Bakkabúð og Bakkaveg 1. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Lækjartún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202109001Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna íbúðarhúss á lóðinni Lækjartún á Borgarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarherpps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Smáragrund. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Geirastaðir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202107095Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform vegna viðbyggingar við núverandi íbúðarhús á Geirastöðum 2. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Iðjusel 5

Málsnúmer 202109035Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform fyrir geymsluhúsnæði við Iðjusel 5 í Fellabæ. Lóðin tilheyrir skilgreindu athafnasvæði norðan Smiðjusels í Fellabæ samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Skipulagsskilmálar kveða á um að gæta skuli að því að ásýnd svæðisins sé aðlaðandi og allur frágangur á umhverfi vandaður. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið sem um ræðir. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Djúpivogur, körfuboltavöllur

Málsnúmer 202104241Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra um breytta staðsetningu fyrirhugaðs körfuboltavallar á Djúpavogi. Leitað hefur verið eftir afstöðu Vegagerðarinnar vegna nýrrar staðsetningar og er hún jákvæð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og heimilar skipulagsfulltrúa að endurnýja framkvæmdaleyfið að teknu tilliti til fyrirliggjandi breytinga og að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, háspennustrengur, Egilsstaðir,

Málsnúmer 202109011Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf. vegna lagningar á háspennustreng í miðbæ Egilsstaða.

Frestað til næsta fundar.

14.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari, Ketilsstaðir

Málsnúmer 202109002Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ofh. dags. 1.9.21 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lögn ljósleiðara í landi Ketilsstaða á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess hafi öllum tilskildum gögnum verið skilað. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um lóð, Seyðisfjörður, Múlavegur 52

Málsnúmer 202106204Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum að Múlavegi 52 á Seyðisfirði þar sem lóðinni er skilað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar úthlutun lóðarinnar og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa hana á ný á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um lóð, Borgarfjörður, Smáratún

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Smáratún á Borgarfirði eystra dags. 4.9.2021.

Frestað til næsta fundar.

17.Innsent erindi, Eiðar, Ástand og umhirða gatna

Málsnúmer 202103172Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni dagsett 31. ágúst 2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um verklag og reglur við götusópun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og ábendingar sem þar koma fram. Almennt eru ekki í gildi sérstakar reglur eða verklag um götusópun í Múlaþingi heldur er gert ráð fyrir því að aðstæður séu metnar á hverjum tíma og í hverju tilviki fyrir sig.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum

Málsnúmer 202109051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um leyfi til rannsókna á Vesturöræfum dagsett 6. september 2021 frá Háskóla Íslands. Sveitarfélagið óskaði eftir umsögn Náttúrustofu Austurlands vegna áformanna og liggur hún fyrir ráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um leyfi fyrir rannsóknum á Vesturöræfum eins og þeim er lýst í erindi frá Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur prófessor, Háskóla Íslands. Áskilið er að tekið verði tillit til umsagnar frá Náttúrustofu Austurlands m.a. ábendingum varðandi frágang á girðingum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Skógrækt við varnargarða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202109058Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir verkefni sem snýr að gróðursetningu trjáa við snjóflóðavarnargarða sem rísa munu neðan Bjólfs á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands kærlega fyrir gjöfina og þeirra framlag til bættrar ásýndar á Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar að öðru leiti.

20.Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur staðfest samþykkt um fráveitu í Múlaþingi og tók hún gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 14. september sl.

Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 436. fundistjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

22.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélga á Austurlandi 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja fundargerðir frá Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaga á Austurlandi til kynningar.

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?