Fara í efni

Sýn Ungmennaráðs á leikskólamál

Málsnúmer 202104029

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi Múlaþings, kom á fund og gerði grein fyrir stöðu byggingar nýs Hádegishöfða, leikskóla í Fellabæ. Einnig var rætt um stöðu leikskóla á Seyðisfirði og Djúpavogi. Ungmennaráð þakkar Mörtu fyrir greinargóð svör.

Ungmennaráð Múlaþings - 5. fundur - 03.05.2021

Fram fóru umræður um leikskólamál á Héraði. Í málefnasamningi meirihluta sveitarstjórnar stendur meðal annars "Unnið verði að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum." Ungmennaráð Múlaþings krefst svara frá meirihlutanum við eftirfarandi spurningum:
- Hefur verið tekin ákvörðun um hvar leikskóli á Egilsstöðum skal rísa? Ef svo er, er hafin nauðsynleg vinna við deiliskipulagsbreytingar til þess að koma honum fyrir?
- Er hönnun leikskólans hafin? Ef svo er ekki, gerir sveitarstjórn ráð fyrir fjármagni til þess í nánustu framtíð?

Ungmennaráð skorar jafnframt á sveitarstjórn að móta langtímaáætlun um leikskólamál svo að komast megi hjá því að foreldrar detti út af vinnumarkaði lengur en nauðsynlegt er. Ungmennaráð bendir á að slíkar aðgerðir gætu aukið kynjajafnrétti, þar sem þekkt er að mæður séu frekar heima en feður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 3. maí 2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að móta langtímaáætlun um leikskólamál svo að komast megi hjá því að foreldrar detti út af vinnumarkaði lengur en nauðsynlegt er.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði að mikilvægt er að framtíðar stefnumótun varðandi leikskólamál eigi sér stað og beinir því til fjölskyldráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs að hugað verði að þessu m.a. við fjárhagsáætlunargerð fyrir árin 2022 - 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?