Fara í efni

Útboð tjaldsvæði Borgarfirði

Málsnúmer 202104065

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá tillaga að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Borgarfirði eystra ásamt drögum að leigusamningi, upplýsingum um tjaldsvæðið, teikningu af tjaldsvæði og tilboðsblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Borgarfirði eystra ásamt framlögðum gögnum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá um birtingu auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings þar sem lagt er til að gengið verði til samnings við Árna Magnússon/Fjord bikes, vegna reksturs tjaldsvæðisins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samnings við Árna Magnússon/Fjord bikes vegna reksturs tjaldsvæðisins á Borgarfirði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs dags. 04.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita umræddan samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?