Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

22. fundur 18. maí 2021 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Fyrir lágu drög að samningi milli Múlaþings og Héraðskjalasafns Austfirðinga varðandi það að Héraðsskjalasafnið taki að sér að flokka og skrá skjöl Seyðisfjarðarkaupstaðar annars vegar og Tækniminjasafns Austurlands hins vegar og setja þau í viðurkenndar umbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá Veðurstofu Íslands varðandi endurskoðun hættumats á Seyðisfirði og frá Minjastofnun Íslands varðandi störf ráðgjafarnefndar vegna eldri húsa á skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði. Einnig gerði sveitarstjóri grein fyrir samskiptum við fulltrúa Ofanflóðasjóðs en ekki er víst að viðbrögð við erindi sveitarfélagsins, dags. 04.05.21, vegna uppkaupa íbúðarhúsa á Seyðisfirði berist fyrir lok maímánaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að skila inn athugasemdum við matsgerð Náttúruhamfaratrygginga varðandi tjón á Hafnargötu 37/Angró á Seyðisfirði. Athugasemdir sveitarfélagsins skulu grundvallast á því er fram kemur í minnisblaði Minjastofnunar Íslands varðandi umrædda eign m.a., dags. 03.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra falið að ganga frá lokatilboði til viðkomandi húseigenda vegna uppkaupum á húsum þeirra á grundvelli umræðna á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð byggingarnefndar menningarhúss dags. 26.04.2021 og bréf dags. 28.04.2021 er sveitarstjóri sendi mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi stöðu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.


4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.04.2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2021

Málsnúmer 202102177Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 14.05.2021 þar sem fram kom m.a. að fyrirhuguð er vettvangsferð fulltrúa aðildarsveitarfélaga á Snæfellsnes mánudaginn 21. júní nk. Óskað er eftir því að aðildarsveitarfélög láti vita sem fyrst hvort þau hyggist taka þátt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að sveitarstjóri taki þátt í fyrirhugaðri vettvangsferð fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202103067Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 26.04.2021.

Lagt fram til kynningar

7.Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland

Málsnúmer 202105147Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 07.04.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að atvinnu- og menningarmálastjóri sæki aðalfund samtakanna fyrir hönd sveitarfélagsins sem haldinn verður í Vestmannaeyjum 3. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf. 11. maí 2021

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Vísindagarðsins ehf. dags. 11.05.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélags á aðalfundi Vísindagarðsins ehf. sem haldinn verður föstudaginn 4. júní 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundargerðir upplýsingafunda almannavarnanefndar með lykilaðilum á svæðinu vegna COVID-19

Málsnúmer 202104049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Covid-19 fundar almannavarnarnefndar dags. 10.05.2021.

Lagt fram til kynningar

10.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis vegna Covid-19

Málsnúmer 202010467Vakta málsnúmer

Fyrir lá stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 nr. 14 dags. 06.05.2021.

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðamerki fyrir Múlaþing og notkunarreglur

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum um notkun á byggðamerki Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um notkun á byggðamerki Múlaþings og felur skrifstofustjóra Múlaþings að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lágu umbeðnar upplýsingar varðandi skipan og verkefni vinnuhóps um heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlunargerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhóp um heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlunargerð Tækniminjasafns Austurlands.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Í vinnslu

14.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem drögum að samningi við Fuglavernd varðandi skiptingu tekna af fyrirhugaðri innheimtu gjalds í Hafnarhólma er beint til byggðaráðs Múlaþings til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita samning við Fuglavernd varðandi skiptingu tekna af fyrirhugaðri innheimtu gjalds í Hafnarhólma. Samningurinn skal grundavallast á fyrirliggjandi samningsdrögum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


15.Útboð tjaldsvæði Seyðisfirði

Málsnúmer 202104066Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings þar sem lagt er til að gengið verði til samnings við Þórhall Hákonarson/Landamerki vegna reksturs tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samnings við Þórhall Hákonarson/Landamerki vegna reksturs tjaldsvæðisins á Seyðisfirði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs dags. 06.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita umræddan samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


16.Útboð tjaldsvæði Borgarfirði

Málsnúmer 202104065Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings þar sem lagt er til að gengið verði til samnings við Árna Magnússon/Fjord bikes, vegna reksturs tjaldsvæðisins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samnings við Árna Magnússon/Fjord bikes vegna reksturs tjaldsvæðisins á Borgarfirði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs dags. 04.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita umræddan samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


17.Atvinnuaukningasjóður Borgarfjarðarhrepps

Málsnúmer 202104292Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir því að Atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðarhrepps verði viðhaldið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálastjóra og fjármálastjóra Múlaþings til skoðunar og tillögugerðar að höfðu samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


18.Samfélagslegt gróðurhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105002Vakta málsnúmer

Fyrir lá til kynningar hugmynd Kristínar Amalíu Atladóttur að samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fyrir fyrirliggjandi kynningu á samfélagsgróðurhúsi á Egilsstöðum og vísar þeirri hugmynd er þar kemur fram til umhverfis- og framkvæmdarráðs til frekari skoðunar í tengslum við endurskoðun deiliskipulags á umræddu svæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


19.Sumarstörf fyrir námsmenn, átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 202004163Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir aðdraganda og ferli vinnulags varðandi fyrirhugaðar ráðningar í sumarstörf námsmanna.

Eyþór Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Austurlistans:
Fulltrúum Austurlistans og VG í Byggðaráði þykir miður að ekki hafi verið kannaður grundvöllur fyrir verkefninu Skapandi sumarstörf eða sambærilegu verkefni í tengslum við átaksverkefnið Sumarstörf fyrir námsmenn. Af umræðum fyrri funda mátti skilja sem svo að það yrði kannað.

Lagt fram til kynningar.

20.Fyrirspurn, jarðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202105140Vakta málsnúmer

Fyrir lá fyrirspurn frá Alexzöndru Karlsdóttur varðandi mögulega leigu eða kaup á jörð í eigu sveitarfélagsins nálægt hálendi sem nýtt yrði til ferðaþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um jarðeignir sveitarfélagsins auk þess að afla frekari upplýsinga frá þeim aðila er sendi inn erindið. Er umræddar upplýsingar liggja fyrir verður málið tekið fyrir að nýju í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

21.Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA

Málsnúmer 202105172Vakta málsnúmer

Fyrir lá til upplýsingar kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.

Lagt fram til kynningar.

22.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga umfjöleignarhús, 597. mál.

Málsnúmer 202105171Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?