Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Djúpivogur, körfuboltavöllur

Málsnúmer 202104241

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður grenndarkynningar vegna framkvæmdaleyfisumsóknar fyrir körfuboltavöll á Djúpavogi. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra um breytta staðsetningu fyrirhugaðs körfuboltavallar á Djúpavogi. Leitað hefur verið eftir afstöðu Vegagerðarinnar vegna nýrrar staðsetningar og er hún jákvæð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og heimilar skipulagsfulltrúa að endurnýja framkvæmdaleyfið að teknu tilliti til fyrirliggjandi breytinga og að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?