Fara í efni

Breyting á götuheiti, Fellabær, Einhleypingur

Málsnúmer 202104243

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að finna nafn á umrædda götu og leggur til að kallað verði eftir tillögum um það. Einnig að tekið verði tillit til mögulegrar fjölgunar lóða á svæðinu norðan ráðhússins og víðar á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur að taka afstöðu til breytingar á nafni þess hluta Einhleypings í Fellabæ sem liggur frá þjóðvegi 1 og upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla. Einhleypingur liggur einnig frá þjóðvegi 1 nokkru norðar og yfir að Lagarfelli.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að finna nafn á umrædda götu og leggur til að kallað verði eftir tillögum um það. Einnig að tekið verði tillit til mögulegrar fjölgunar lóða á svæðinu norðan ráðhússins og víðar á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að umhverfis- og framkvæmdasvið kalli eftir tillögum frá íbúum um heiti götunnar og að það götuheiti haldist komi til þess að lögð verði gata í norður frá skrifstofu HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs var ákveðið að auglýst yrði eftir tillögum frá íbúum um heiti götunnar sem liggur frá þjóðvegi 1, framhjá skrifstofu HEF, upp að Fellaskóla og nýjum leikskóla og að það götuheiti haldist komi til þess að lögð verði gata í norður frá skrifstofu HEF.

Umsóknarfrestur til að skila inn tillögum að heiti á götuna var til 18. júní og bárust tillögur frá þrettán aðilum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gatan heiti Fellabrún. Komi til þess að ný gata verði lögð út frá henni beri hún sama nafn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?