Fara í efni

Umsókn um breytingu á nafni landeignar, Hallbjarnarstaðir yfir í Skriðusel

Málsnúmer 202104275

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til nafnabreytingar á jörðinni Hallbjarnarstaðir í Skriðdal sem óskað er eftir að fái nafnið Skriðusel. Um er að ræða helming af upprunalegri jörð en hinn hlutinn nefnist Hallbjarnarstaðir 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á nafni Hallbjarnarstaða í Skriðusel, með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í erindi umsækjanda. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur að taka afstöðu til nafnabreytingar á jörðinni Hallbjarnarstaðir í Skriðdal sem óskað er eftir að fái nafnið Skriðusel. Um er að ræða helming af upprunalegri jörð en hinn hlutinn nefnist Hallbjarnarstaðir 2.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á nafni Hallbjarnarstaða í Skriðusel, með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í erindi umsækjanda. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?