Fara í efni

Atvinnuaukningasjóður Borgarfjarðarhrepps

Málsnúmer 202104292

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 9. fundur - 03.05.2021

Heimastjórn óskar eftir því að Atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðarhrepps verði viðhaldið. Uppfæra þarf reglur sjóðsins.

Heimastjórn bendir jafnframt á að sjóðurinn og efling hans gætu nýst Múlaþingi vel þegar verkefninu Brothætta byggðir lýkur.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir því að Atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðarhrepps verði viðhaldið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálastjóra og fjármálastjóra Múlaþings til skoðunar og tillögugerðar að höfðu samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?