Fara í efni

Uppbygging og viðhald á íþróttamannvirkjum, samráð við Hött

Málsnúmer 202104302

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Farið yfir upplýsingar er fram komu á fundi byggðaráðs miðvikudaginn 27. apríl 2021 með fulltrúum stjórnar og tenglaráðs Knattspyrnudeildar Hattar, Frjálsíþróttadeildar Hattar og stjórnar Hattar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til stjórnar Hattar að komið verði á framfæri við sveitarfélagið sýn varðandi framtíðaruppbyggingu íþróttasvæða er samstaða ríki um innan Íþróttafélagsins Hattar. Sveitarfélagið mun síðan hafa til hliðsjónar þá niðurstöðu í vinnu við mótun framtíðarstefnu varðandi uppbyggingu í málaflokknum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá tillaga frá íþróttafélaginu Hetti um breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að svæðið neðan við Egilsstaðakirkju og utan við Dyngju verði tileinkað uppbyggingu íþróttamannvirkja auk svæðisins um mýrina við Menntaskólann og að Íþróttahúsi.

Inn á fundinn komu undir þessum lið fulltrúar Hattar, þeir Hafþór Atli Rúnarsson og Unnar Erlingsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar íþróttafélaginu Hetti fyrir framlagðar tillögur og vísar þeim til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.

Samþykkt Samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íþróttafélaginu Hetti er varðar breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Fjallað var um tillöguna á 27. fundi byggðaráðs í júlí og henni vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir framtíðaríþróttasvæði neðan við Egilsstaðakirkju. Við mótun tillögunnar verði horft til þeirra hugmynda sem fulltrúar Íþróttafélagsins Hattar hafa sett fram og liggja fyrir ráðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 14. fundur - 18.08.2021

Fyrir lá bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 11.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir framtíðaríþróttasvæði neðan Egilsstaðakirkju. Við mótun tillögunnar verði horft til þeirra hugmynda sem fulltrúar Íþróttafélagsins Hattar hafa sett fram og liggja fyrir.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson og Stefán B. Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir framtíðartíðaríþróttasvæði neðan Egilsstaðakirkju og að horft verði til þeirra hugmynda sem fulltrúar Íþróttafélagsins Hattar hafa sett fram. Skipulagsfulltrúa er falið að láta vinna slíka breytingatillögu og fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Getum við bætt efni þessarar síðu?