Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

21. fundur 04. maí 2021 kl. 08:30 - 12:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Eins kynnti hann undirbúning að gerð rammafjárhagsáætlunar fyrir Múlaþing vegna ársins 2022, sem nú þegar er hafinn.

2.Ársreikningur Múlaþings 2020

Málsnúmer 202104183Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2020m ásamt fylgigögnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið mættu þeir Jón Egill Sveinsson og Jón Haukur Steingrímsson og fóru yfir mögulegar útfærslur á skriðuvörnum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með húseigendum við Stöðvalæk og fulltrúa Ofanflóðasjóðs.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við húseigendur þeirra húsa sem fyrirhuguð eru uppkaup á.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að koma á framfæri við ofanflóðasjóð athugasemdum frá húseigendum sem kynntar voru á fundinum.
Málið áfram í vinnslu.

4.Samráðsfundur með forsvarmönnum Alcoa

Málsnúmer 202103095Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið mættu þau Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Smári Kristinsson og gerðu grein fyrir fyrirhuguðu fyrirkomulagi aksturs starfsmanna Alcoa á Seyðisfirði og einnig ýmsum samstarfsmálum Alcoa og sveitarfélaga.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2021

Málsnúmer 202102237Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 21.04.2021.

Lagt fram til kynningar

6.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að erindisbréfi rýnihóps vegna tilboða í byggingu nýs leikskóla í Fellabæ.

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við fulltrúa í rýnihópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 202102172Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 16.04.2021.

Lagt fram til kynningar

8.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá ósk frá fulltrúa Tækniminjasafns Austurlands um að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp vegna verkefnisins Heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlanagerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta tilnefningunni til næsta fundar og felur sveitarstjóra að undirbúa málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Minnismerki um Frelsi, í minningu og til heiðurs Hans Jónatan

Málsnúmer 202011136Vakta málsnúmer

Fyrir lágu staðfestingar frá annars vegar Mennta- og menningarmálaráðuneyti um styrkveitingu til verkefnisins upp á 3 millj.kr. og hins vegar frá Fiskeldi Austfjarða upp á 2 millj.kr. Sveitarstjóri upplýsti jafnframt að í gangi væri söfnun viðbótarstyrkfjár upp á 1 millj.kr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að framangreindir aðilar hafi ákveðið að styrkja verkefnið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við myndlistarmanninn Sigurð Guðmundsson um kaup á verkinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Uppbygging og viðhald á íþróttamannvirkjum, samráð við Hött

Málsnúmer 202104302Vakta málsnúmer

Farið yfir upplýsingar er fram komu á fundi byggðaráðs miðvikudaginn 27. apríl 2021 með fulltrúum stjórnar og tenglaráðs Knattspyrnudeildar Hattar, Frjálsíþróttadeildar Hattar og stjórnar Hattar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til stjórnar Hattar að komið verði á framfæri við sveitarfélagið sýn varðandi framtíðaruppbyggingu íþróttasvæða er samstaða ríki um innan Íþróttafélagsins Hattar. Sveitarfélagið mun síðan hafa til hliðsjónar þá niðurstöðu í vinnu við mótun framtíðarstefnu varðandi uppbyggingu í málaflokknum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Umsagnarbeiðni um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Málsnúmer 202104278Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?