Fara í efni

Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir reit Gamla Frystihússins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sama svæðis, sbr. 1. og 2 mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Gamla Frystihússins. Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sama svæðis, sbr. 1. og 2 mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Auglýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Gamla frystihúsið á Borgarfirði eystri er lokið. Borist hafa athugasemdir við tillöguna og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að svörum við fram komnum athugasemdum sem verði lögð fyrir ráðið til afgreiðslu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Auglýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Gamla frystihúsið á Borgarfirði eystri lauk 29. október sl. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og HEF Veitum sem brugðist hefur verið við. Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn við athugasemd sem barst á auglýsingatíma tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir eigenda Bjargs. Málinu vísað til heimastjórnar Borgarfjarðarhrepps til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 17. fundur - 19.11.2021

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Gamla frystihúsið. Auglýsingu tillögunnar lauk 29. október sl. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og HEF veitum og hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem þar voru settar fram. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að umsögn við athugasemd sem barst frá eigendum Bjargs á auglýsingatíma tillögunnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 17. 11. 2021 og vísaði afgreiðslu þess til heimastjórnar Borgarfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir drög að umsögn um athugasemdir eigenda Bjargs, ásamt fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna Gamla frystihússins. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að koma afgreiðslu málsins á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?