Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

37. fundur 03. nóvember 2021 kl. 08:30 - 12:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að máli nr. 11, Ný Lagarfljótsbrú, yrði bætt við dagskrá fundarins. Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðaðist hún samþykkt.

Ásdís Benediktsdóttir var fjarverandi undir liðum nr. 1-2.

1.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Orkusölunnar um að áfram verði haldið með skipulagsvinnu sem geri ráð fyrir nýtingu vindorku á iðnaðarsvæði I3 (Lagarfossvirkjun) í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, sbr. þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt. Með vísan til umsagnar Skipulagsstofnunar við áður kynnta skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi svæðisins samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem heimili þá nýtingu sem fyrirtækið hefur áform um. Jafnframt heimilar ráðið Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 41 gr. skipulagslaga. Ráðið vísar þeim hluta málsins er snýr að aðalskipulagi til sveitarstjórnar til afgreiðslu og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 var á móti (PH), 1 var fjarverandi (ÁHB).

Pétur Heimisson lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi 28.09. 2021 fjallaði byggðaráð um þetta mál og tók þá undir bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 18.03. 2020 um nauðsyn þess að skilgreina þau svæði sem heimilað verði að nýta til vindorkuöflunar. Á fundi umhverfis og framkvæmdaráðs 27.10. 2021 þar sem fulltrúar Orkusölunnar kynntu verkefnið kom ekkert fram sem benti til þess að framkvæmdinni fylgdu störf til lengri tíma en framkvæmdatímans og að verkefnið væri á þessu stigi hugsað sem tilraunaverkefni til 25 - 30 ára. Án fyrirliggjandi heildarmats á því hvar vindorkuverum sé eðlilega og best fyrir komið í sveitarfélaginu fylgir einhver hætta á slysum á kostnað náttúru og lífríkis. Framangreint sýnir að með hag íbúa og náttúru að leiðarljósi eru engar forsendur til að heimila að reist verði vindorkuver við Lagarfossvirkjun og áréttað skal að slík ákvörðun væri fordæmisgefandi. Ég leggst því alfarið gegn slíkri leyfisveitingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (ÁHB).

3.Borgarfjörður aðalskipulagsbreyting Gamla frystihúsið Blábjörg

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna Gamla frystihússins. Auglýsingu tillögunnar er lokið og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemda. Athugasemdir bárust frá einum aðila á auglýsingatíma auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Fyrir fundinum liggja drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum ásamt fyrirliggjandi tillögu á breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092Vakta málsnúmer

Auglýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Gamla frystihúsið á Borgarfirði eystri er lokið. Borist hafa athugasemdir við tillöguna og fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna drög að svörum við fram komnum athugasemdum sem verði lögð fyrir ráðið til afgreiðslu.

Málið er í vinnslu.

5.Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland, neðsti hluti

Málsnúmer 202011081Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 9. september til 22. október 2021 sl. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum ásamt fyrirliggjandi tillögu á breytingu á deiliskipulagi Borgarlands, neðsta hluta. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vegur í og um Hreimsstaði, Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 202110165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af erindi til Vegagerðarinnar, dagsett 1. október 2021, frá eigendum og ábúendum Rauðholts, Hreimsstaða og Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá, þar sem lögð er áhersla á að vegurinn milli Rauðholts og Hreimsstaða verði aftur settur á vegaskrá og farið verði í vegbætur á honum auk þess sem Selfljót verði brúað í nágrenni Hreimsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir erindið og leggur áherslu á að Vegagerðin sinni skyldum sínum og viðhaldi þeim vegum sem lög segja fyrir um. Jafnframt vill ráðið taka undir bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 1. nóvember þar sem sveitarstjórn er hvött til að beita sér í málinu og telur brýnt að málið verði tekið upp við Vegagerðina sem fyrst, sem og önnur sambærileg mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um umsögn, byggðakjarni í Fljótsdal

Málsnúmer 202110087Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um umsögn við skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 og gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð í landi Hjarðarbóls í Fljótsdalshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð mun ekki gera umsögn um málið á þessu stigi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2021

Málsnúmer 202102260Vakta málsnúmer

Fundargerð 164. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fundargerð 438. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

10.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Gestir fundarins fóru yfir stöðu mála vegna Fjarðarheiðarganga. Fjallað var um leiðarval og uppfært umferðaröryggismat auk þess sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu um samfélagsáhrif og samantekt á niðurstöðum umhverfismats valkosta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með þau gögn sem tekin hafa verið saman og upplýsingar sem nú liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að frekari kynning muni fara fram á þeim gögnum fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóðaða með handauppréttingu.

Gestir

 • Freyr Pálsson, Vegagerðin
 • Viðar Jónsson, Mannvit
 • Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri
 • Sóley Jónasdóttir, Vegagerðin
 • Erla Björg Aðalsteinsdóttir, VSÓ Ráðgjöf
 • Erna Bára Hreinsdóttir, Vegagerðin
 • Sveinn Sveinsson, Vegagerðin

11.Ný Lagarfljótsbrú

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Sveinn Sveinsson frá Vegagerðinni kynnti valkosti sem áður hafa verið skoðaðir varðandi nýja staðsetningu Lagarfljótsbrúar. Í máli hans kom fram að tímabært væri að taka upp að nýju viðræður um staðsetningu nýrrar brúar sem samkvæmt gildandi samgönguáætlun er á dagskrá á árabilinu 2030-2034.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að viðræður hefjist við Vegagerðina um staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar og að þær viðræður fari fram í samhengi við skipulagsgerð í tengslum við Fjarðarheiðargöng og nýtt aðalskipulag Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

 • Sveinn Sveinsson, Vegagerðin

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?