Fara í efni

Deiliskipulag, Djúpivogur, Körin

Málsnúmer 202105119

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá umhverfis- og framkvæmdastjóra varðandi umhverfi, umgengni og framtíð heitu karanna við Djúpavog.

Heimastjórn leggur áherslu á að sem fyrst liggi fyrir framtíðaráform HEF vegna jarðhitaleitar innan við Djúpavog og hve mikið heitt vatn verður í boði.
Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort og hvenær hafist verður handa við skipulag svæðisins sem þegar hefur verið styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Starfsmanni heimastjórnar falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá stutt greinargerð frá framkvæmdastjóra HEF varðandi framtíðaráform vegna jarðhitaleitar innan við Djúpavog. Þar kemur fram að tilraunadælingar séu hafnar og gert ráð fyrir að vinna við borun hefjist í sumar.

Í ljósi framkominna athugasemda frá HEF og umhverfis- og framkvæmdastjóra Múlaþings fellst heimastjórn á að svæðinu verði lokað og baðaðstaðan fjarlægð. Jafnframt leggur heimastjórn áherslu á að hönnun og skipulag á nýjum baðstað hefjist um leið og fyrir liggur hvort nægt vatn er á svæðinu til að það sé mögulegt.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?