Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

36. fundur 05. apríl 2023 kl. 10:00 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik, gerði grein fyrir fyrirhuguðum þriggja fasa strenglögnum á vegum Rarik á Berufjarðarströnd í sumar sem gert er ráð fyrir að nái inn að Kelduskógum í þessum áfanga og svaraði spurningum heimastjórnar.

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Rarik að því að upplýsa um fyrirætlanir fyrirtækisins á svæðinu en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með að þær muni ekki ná lengra og að næsti áfangi sé ekki fyrirhugaður fyrr en 2028.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kári Snær Valtingojer - mæting: 10:00

2.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi heimastjórnar var starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar varðandi salernisaðstöðu á framfæri við stjórnir rekstraraðila í húsnæði Kjörbúðarinnar. Engin viðbrögð hafa borist frá rekstraraðilum.

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir miklum vonbrigðum með að stjórnir rekstraraðila í húsnæði Kjörbúðarinnar á Djúpavogi hafi ekki séð sér fært að bregðast við og felur starfsmanni að ítreka fyrra erindi. Jafnframt er starfsmanni falið að leita álits Heilbrigðiseftirlits Austurlands á því hvort ekki sé skylt að sjá viðskiptavinum fyrir salernisaðstöðu á staðnum.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá auglýsing um vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnasvæði við Innri Gleðivík.

Heimastjórn leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir móttökustöð fyrir úrgang og flokkun á svæðinu. Jafnframt að svæðið á Haurum, þar sem móttökustöðin er nú, verði breytt í geymslusvæði. Einnig leggst heimastjórn gegn því að lóðir 9b og 9c verði geymslulóðir vegna staðsetningar og áhrifa á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

4.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu innsendar tillögur að samfélagsverkefnum í samræmi við bókun heimastjórnar frá 9. mars.

Heimastjórn þakkar þeim sem sendu inn tillögur kærlega fyrir fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir. Heimastjórn leggur til að unnið verði að eftirfarandi verkefni: Leikkastali á fjölskyldusvæðinu í Blánni.
Starfsmanni falið að fylgja verkefninu eftir.

Samþykkt samhljóða.

5.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi frá 16. mars og 30. mars þar sem fram kom með hvaða hætti styrk til menningarstarfs í jaðarbyggðum yrði ráðstafað.
Heimastjórn á Djúpavogi lýsir ánægju sinni með niðurstöðuna og þakkar samráðshópnum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða.

6.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað um stöðu ýmissa verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um stöðuleyfi, Bakki 2

Málsnúmer 202303222Vakta málsnúmer

(GJ vék af fundi) Fyrir fundinum lá umsókn frá Adventura ehf. um stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Bakka 2 til umsagnar heimastjórnar.

Heimastjórnin á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við að Adventura ehf. verði veitt stöðuleyfi fyrir matarvagn á planinu við Bakka 2.

Samþykkt samhljóða.
(GJ kemur aftur til fundar)

8.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss frá 30. mars 2023.

Lögð fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Málsnúmer 202303249Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Heimastjórn á Djúpavogi áréttar fyrri bókun frá 9. mars 2023 varðandi mikilvægi strandveiða og þá kröfu að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptinu strandveiða skárri og sanngjarnari kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði-Norðausturland.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag, Djúpivogur, Körin

Málsnúmer 202105119Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá stutt greinargerð frá framkvæmdastjóra HEF varðandi framtíðaráform vegna jarðhitaleitar innan við Djúpavog. Þar kemur fram að tilraunadælingar séu hafnar og gert ráð fyrir að vinna við borun hefjist í sumar.

Í ljósi framkominna athugasemda frá HEF og umhverfis- og framkvæmdastjóra Múlaþings fellst heimastjórn á að svæðinu verði lokað og baðaðstaðan fjarlægð. Jafnframt leggur heimastjórn áherslu á að hönnun og skipulag á nýjum baðstað hefjist um leið og fyrir liggur hvort nægt vatn er á svæðinu til að það sé mögulegt.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Málsnúmer 202303246Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Heimastjórnin á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við stefnuna en leggur áherslu á að í kjölfar samþykktar hennar verði tímasett og fjármögnuð aðgerðaáætlun unnin án tafar.

Samþykkt samhljóða.

12.Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþingi

Málsnúmer 202303064Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings. Minnisblaðið er uppfært til samræmis við athugasemdir byggðaráðs frá 28.3.2023.

Heimastjórn á Djúpavogi fagnar því að verklag sé samræmt þar sem því verður við komið. Varaformanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í byggðaráði í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna sem byggðaráð samþykkti á fundi sínum 28.3.2023 að vísa til heimastjórna til umsagnar.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur að breytingum á 3. grein í erindisbréfi heimastjórna.

Samþykkt samhljóða.

14.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Fiskeldissjóður: Fulltrúi sveitarstjóra gerði grein fyrir fundi sem hann átti með stjórn Fiskeldissjóðs varðandi fjármögnun á björgunarmiðstöð á Djúpavogi. Gert er ráð fyrir öðrum fundi með stjórn sjóðsins 11. apríl en stefnt er að úthlutun úr sjóðnum fyrir lok apríl.

Skógræktin: Áfram er unnið að verkefnum í skógræktinni.

Deiliskipulag fyrir athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík: Vinnslutillaga skipulagsins hefur verið auglýst. Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til og með 13. apríl 2023.

Öxi: Unnið er að snjóhreinsun á Öxi og gert ráð fyrir að vegurinn opnist fljótlega.

Fundur v skemmtiferðaskipa: Nýlega var haldinn fundur með hagaðilum vegna móttöku skemmtiferðaskipa á Djúpavogi í sumar. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að mikill vilji er til samvinnu á svæðinu til að móttaka skipanna gangi vel í sumar.

Íbúafundur í Löngubúð: Íbúafundur heimastjórnar verður haldinn í Löngubúð kl. 17:00-19:00 27. apríl. Hann verður auglýstur nánar þegar nær dregur.

Fundur með viðbragðsaðilum: Fundað verður fljótlega með viðbragðsaðilum vegna fyrirhugaðrar byggingar björgunarmiðstöðvar þar sem áhersla verður lögð á þarfagreiningu viðbragðsaðila.

Grjótvörn og göngustígur: Þessa dagana er unnið að hönnun á grjótvörn og göngustíg í Innri og Ytri Gleðivík. Samhliða framkvæmdinni er gert ráð fyrir lagnavinnu í tengslum við m.a. fráveitu.

Umsókn í Orkusjóð: Unnið hefur verið undanfarið að umsókn í Orkusjóð með landtengingu fyrir brunnbáta og önnur skip í huga.

15.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 4. maí næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 1. maí á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?