Fara í efni

Umsókn um að koma fyrir tímabundið útilistaverki í skúlptúrhluta Hafnargarðsins (á landfyllingu) á Seyðisfirði

Málsnúmer 202105127

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um uppsetningu á útilistaverki við Hafnargarðinn á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að ekki þurfi að afla sérstaks leyfis umfram almennrar heimildar sveitarfélagsins til að staðsetja verkið á opnu svæði. Ráðið tekur jákvætt í erindið en vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 11. fundur - 31.05.2021

Heimastjórn samþykkir erindið en leggur áherslu á góðan frágang svæðisins þegar verkið verður fjarlægt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?