Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari í Skriðdal

Málsnúmer 202105134

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu og minnt á að heimastjórn tekur einnig afstöðu til matsskyldu framkvæmda í þeim tilfellum sem framkvæmdir falla í c-flokk í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.

Í ljósi framkominna upplýsinga frá skipulagsfulltrúa um að framkvæmdin falli í flokk b samkvæmt reglugerð um mat á umhverfisáhrifum felur heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipulagsfulltrúa að tilkynna framkvæmdaaðila um tilkynningaskylduna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagningu ljósleiðara í Skriðdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um
framkvæmdaleyfi og telur hana ekki háða mati á umhverfisáhrifum, en leggur til að útgáfa þess verði skilyrt við að framkvæmdaraðili afli staðfests samþykkis landeigenda á hverjum stað fyrir framkvæmdinni. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu með tilliti til framkvæmdaleyfis og matsskyldu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að framkvæmdin sé ekki matsskyld enda gert ráð fyrir að ljósleiðari verði eingöngu plægður í jörð samanber umsókn framkvæmdaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?