Fara í efni

Fjárhagsáætlun fræðslumála 2022

Málsnúmer 202105138

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 23. fundur - 29.06.2021

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fræðslumála 2022. Sú staðreynd að skólaárið og áætlunarárið fara ekki saman skapar aukna óvissu við vinnslu fjárhagsáætlunar fræðslumála.

Það bíður endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022 á haustdögum að finna leið til að brúa það bil sem enn er á áætluninni og útgefnum ramma fyrir málaflokkinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 30. fundur - 19.10.2021

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fræðslumála 2022. Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun gjaldskráa í leik- og grunnskólum frá 1. janúar og í tónlistarskólum frá skólaárinu 2022-2023.

Í samræmi við afgreiðslu fjölskylduráðs frá 19. janúar sl. varðandi leikskólagjöld á Seyðisfirði samþykkir ráðið að dvalarstund á Seyðisfirði verði 250 kr. lægri en almennt gjald fyrir dvalarstund í leikskólum Múlaþings á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?