Fara í efni

Fyrirspurn um byggingarlóðir á Egilsstöðum

Málsnúmer 202105173

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá áhugahópi um uppbyggingu fjölbýlishúss fyrir eldri borgara með aðstöðu fyrir sameiginlega þjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndum hópsins og felur skipulagsfulltrúa að vera áfram í sambandi við hann um næstu skref. Að mati ráðsins er við verkefnið meðal annars hægt að horfa til nýs skipulags miðbæjar, breytinga á skipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, í nágrenni við Blómvang og fleiri svæða á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?