Fara í efni

Reglur um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall

Málsnúmer 202106013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fyrir lágu frá verkefnastjóra Mannauðs Múlaþings drög að reglum um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall sem unnar eru með hliðsjón af mannauðsstefnu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall enda eru þær unnar með mannauðsstefnu sveitarfélagsins að leiðarljósi og er ætlað m.a. að tryggja samræmt verklag á milli stofnana þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Byggðaráð Múlaþings - 63. fundur - 18.10.2022

Fyrir liggur minnisblað verkefnastjóra mannauðs ásamt tillögum að uppfærðum reglum Múlaþings um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögur að nýjum og uppfærðum reglum Múlaþings um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?