Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

63. fundur 18. október 2022 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Undir lið 8 kom Björt Sigfinnsdóttir inn á fundinn.

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023 og þriggja ára áætlunar 2024 til 2026 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 29. júní 2022.

3.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi íbúðir í eigu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að leggja fyrirliggjandi tillögur varðandi leigu, sölu og kaup íbúða fyrir heimastjórnir og fjölskylduráð til umsagnar. Er umsagnir heimastjórna liggja fyrir mun byggðaráð taka fyrirliggjandi tillögur til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Ársala 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Ársala bs., dags. 06.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 06.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 19.09.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.LungA skólinn, samstarfsbeiðni

Málsnúmer 202012073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarða, dags. 10.10.2022, þar sem því er beint til byggðaráðs að rýna sérstaklega stuðning sveitarfélagsins við LungA skólann í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Björt Sigfinnsdóttir stjórnandi LungA lýðskólans á Seyðisfirði mætti inn á fundinn og fór yfir verkefnaáætlun varðandi nýtt húsnæði og nýja námsbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar varðandi mikilvægi þess að stutt verði við uppbyggingu og starfsemi LungA skólans og felur sveitarstjóra að sjá til þess að þeim áherslum verði komið á framfæri við viðeigandi ráðuneyti. Byggðaráð beinir því til fjölskylduráðs að skoðað verði sérstaklega að bregðast við áherslum heimastjórnar Seyðisfjarðar varðandi LungA skólann við endanlega útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir 2023 og árin 2024-2026.

Samþykkt samhljóða án atkvæðareiðslu.

Gestir

  • Björt Sigfinnsdóttir - mæting: 09:30

9.Saga Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 11.10.2022, þar sem erindi frá fulltrúum áhugamannahóps um ritun sögu Seyðisfjarðar er vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir með sveitarstjórn Múlaþings og fagnar þeirri jákvæðu vinnu sem hafin er varðandi ritun sögu Seyðisfjarðar. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarmálastjóra að taka erindið til frekari skoðunar og tillögugerðar og verður það tekið til afgreiðslu í byggðaráði er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Safnahúsið Egilstöðum

Málsnúmer 202210076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun, ásamt greinargerð, er samþykkt var á aðalfundi Sögufélags Austurlands þar sem húseigandi safnahússins á Egilsstöðum er hvattur til að hefjast handa við að koma upp viðbyggingu við húsið, þannig að koma megi þar fyrir aðstöðu fyrir Sigfúsarstofu og bæta aðstöðu fræðimanna, sem vilja starfa í húsinu og nýta þar safnkost safna í húsinu.

Lagt fram til kynningar.

11.Reglur um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall

Málsnúmer 202106013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað verkefnastjóra mannauðs ásamt tillögum að uppfærðum reglum Múlaþings um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögur að nýjum og uppfærðum reglum Múlaþings um fjarvistir, veikindi, launalaust leyfi og lækkað starfshlutfall og felur verkefnastjóra mannauðs að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga umalmannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

Málsnúmer 202210083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu) 44. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?