Fara í efni

Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austuralandi

Málsnúmer 202106102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Inn á fundinn komu lögreglustjóri Austurlands ásamt yfirlögregluþjóni til viðræðna varðandi samstarf lögreglu og sveitarfélaga á svæðinu.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 30. fundur - 31.08.2021

Fyrir lá fundargerð fundar samstarfsnefndar lögreglu og Múlaþings, dags. 24.08.2021, auk erindis þar sem óskað er eftir nöfnum þeirra er sitja í byggðaráði Múlaþings og að næsti fundur sé fyrirhugaður 11.01.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að koma umbeðnum upplýsingum á framfæri við Lögreglustjórann á Austurlandi auk þess að gert verði ráð fyrir umræddum fundi á dagskrá byggðaráðs Múlaþings

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 42. fundur - 25.01.2022

Undir þessum lið tengdust inn á fundinn lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins. Farið var m.a. yfir starfsemi embættisins á árinu 2021 með samanburði við fyrri ár. Stefnt er að því að aðilar komi saman á sambærilegum fundi á komandi hausti.

Gestir

  • Margét María Sigurðardóttir - mæting: 09:40
  • Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 09:40

Byggðaráð Múlaþings - 72. fundur - 24.01.2023

Undir þessum lið komu inn á fundinn lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins. Farið var m.a. yfir starfsemi embættisins á árinu 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margét María Sigurðardóttir og Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 11:10

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið komu lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins og fóru m.a. yfir starfsemi embættisins á yfirstandandi ári.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét María Sigurðardóttir og Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 10:50
Getum við bætt efni þessarar síðu?