Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

101. fundur 28. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

3.Útboð á þjónustu vegna net- og fjarskiptamála fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202311203Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir gögn vegna útboðs á þjónustu vegna net- og fjarskiptamála fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra framkvæmd útboðs á þjónustu vegna net- og fjarskiptamála fyrir Múlaþing á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:55

4.Reglur um íbúakosningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202309119Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að reglum um framkvæmd íbúakosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um framkvæmd íbúakosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir tillögu að skipulagi á vinnu við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipulagi við vinnu mótunar þjónustustefnu fyrir Múlaþing og felur skrifstofustjóra að stýra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 22.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi gjaldtöku og gestakomur í Hafnarhólmann á Borgarfirði.

Lagt fram til kynningar.

9.Styrkbeiðni, 12 Spora húsið Von

Málsnúmer 202311171Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá líknarfélaginu 12 Spora húsinu Von þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af rekstri húsnæðis, að hluta til, fyrsta starfsárið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að styrkja líknarfélagið 12 Spora húsið Von um 500.000 kr. sem skal tekið af lið 21810 og er fjármálastjóra falið að sjá um greiðslu framlagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Stöðuleyfi, Stýrishús - Brú, Austurveg 17 Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá byggingarfulltrúaembætti Múlaþings varðandi mögulega veitingu stöðuleyfis á svæði við lónið á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð getur ekki fallist á að stýrihúsinu verði komið fyrir á þeim stað sem málsaðili óskar eftir. Hætta getur stafað af þeirri staðsetningu fyrir gesti þar sem ekki eru til staðar bílastæði, mikil umferð er um svæðið, enda hluti af þjónustusvæði hafnarinnar. Einnig er yfirfallsbrunnur fráveitu innan svæðisins sem getur þurft að þjónusta án tafa af HEF veitum.
Byggðaráð telur að ekki komi til greina að hafa stýrishúsið á öðrum stað við lónið eins og málsaðili fer fram á. Byggðarráð vísar til fyrri bókunar um Lónsleiru 2-4-6 sem valkost fyrir málsaðila.
Byggðaráð felur byggingarfulltrúa framkvæmd málsins í samræmi við afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samnings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Áramót 2023

Málsnúmer 202311178Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til samþykktar staðfestingar sveitarfélagsins vegna flugeldasýninga og brenna á áramótum og þrettándagleði á landi sveitarfélagsins á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri staðfesti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi framlagðar tillögur varðandi fyrirkomulag brenna á áramótum og þrettándagleði á landi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austurlandi

Málsnúmer 202106102Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu lögreglustjóri Austurlands og yfirlögregluþjónn embættisins og fóru m.a. yfir starfsemi embættisins á yfirstandandi ári.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét María Sigurðardóttir og Kristján Ólafur Guðnason - mæting: 10:50

13.Erindi varðandi Gamla Skóla

Málsnúmer 202311238Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá LungA-skólanum þar sem viðraðar eru hugmyndir varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi skólans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því að fulltrúar LungA-skólans komi til fundar með byggðaráði til að fara yfir þær hugmyndir sem viðraðar eru í fyrirliggjandi erindi. Jafnframt verði fulltrúum Skálanesseturs ehf. boðið að koma til fundar með byggðaráði og gera nánari grein fyrir þeirra hugmyndum varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis Gamla skólans á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðsla.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.

Málsnúmer 202311170Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að skila inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?