Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

30. fundur 31. ágúst 2021 kl. 08:30 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jakob Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir mál er varðar rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

2.Samstarfsvettvangur Múlaþings og lögreglunnar á Austuralandi

Málsnúmer 202106102Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð fundar samstarfsnefndar lögreglu og Múlaþings, dags. 24.08.2021, auk erindis þar sem óskað er eftir nöfnum þeirra er sitja í byggðaráði Múlaþings og að næsti fundur sé fyrirhugaður 11.01.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að koma umbeðnum upplýsingum á framfæri við Lögreglustjórann á Austurlandi auk þess að gert verði ráð fyrir umræddum fundi á dagskrá byggðaráðs Múlaþings

Samþykkt samhljóða

3.Vegna Alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202108046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að sveitarstjórn Múlaþings þarf að skipa undirkjörstjórnir vegna Alþingiskosninga samkvæmt 15. grein laga um kosningar til Alþingis.

Samkvæmt 68. grein sömu laga ákveður sveitarstjórn kjörstaði fyrir hverja kjördeild. Lagt er til að kjörstaðir í Múlaþingi verði í Menntaskólanum á Egilsstöðum, á skrifstofu sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra, Í Tryggvabúð á Djúpavogi og í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður fyrirliggjandi tillögu varðandi kjörstaði og leggur til að sveitarstjórn Múlaþings skipi undirkjörstjórnir lögum samkvæmt, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Skipaðar verði tvær á Fljótsdalshéraði, ein á Borgarfirði, ein á Djúpavogi og ein á Seyðisfirði. Leitað verði til þeirra er sæti áttu í viðkomandi undirkjörstjórnum við síðustu kosningar

Samþykkt samhljóða.

4.Lóðamál Fellabæ

Málsnúmer 202108049Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi er hann átti ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra með fulltrúa lóðareigenda í Fellabæ.

Í vinnslu.

5.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Frestað til fundar 14.09.2021.

6.Erindi - móttaka flóttafólks í Múlaþingi

Málsnúmer 202108108Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Hildi Þórisdóttur varðandi móttöku flóttafólks í Múlaþingi

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísar málinu til fjölskylduráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.


Fundi slitið - kl. 09:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?