Fara í efni

Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

Málsnúmer 202106125

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Lögð fram til kynningar tvö erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tengjast verkfærakistu í loftslagsmálum sem ætluð er sveitarfélögum og sambandið hefur unnið að undanfarin misseri. Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, kom inn á fundinn og kynnti jafnframt fyrir ráðinu gildandi lög um loftslagsstefnu sveitarfélaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna tillögu að verklagi við mótun og setningu loftslagsstefnu Múlaþings ásamt drögum að tímalínu verkefnisins. Tillagan verður lögð fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. október sl. kynnir verkefnastjóri umhverfismála tillögu að verklagi við mótun og setningu loftslagsstefnu Múlaþings ásamt drögum að tímalínu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að unnin verði loftslagsstefna fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Stofnaður verður sérstakur starfshópur sem vinna mun tillögur að stefnunni. Ráðið samþykkir að kalla eftir tilnefningum eins fulltrúa frá hverju framboði sem fulltrúa á í sveitarstjórn og þremur fulltrúum frá ungmennaráði Múlaþings. Drög að endanlegri skipan starsfhópsins og erindisbréfi hans verði lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til staðfestingar. Starfshópurinn skal skila tillögum í mars 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 8. fundur - 21.10.2021

Ungmennráð tilnefnir Rebeccu Lísbet Sharam, Unnar Aðalsteinsson og Jónínu Valtingojer til þess að starfa í vinnuhóp til innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillaga að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið að eftirfarandi skipi starfshópinn:
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir fyrir hönd B-lista
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir fyrir hönd V-lista
Jakob Sigurðsson fyrir hönd D-lista (formaður)
Jónína Valtingojer fyrir hönd ungmennaráðs
Rebecca Lísbet Sharam fyrir hönd ungmennaráðs
Tinna Jóhanna Magnusson fyrir hönd L-lista
Unnar Aðalsteinsson fyrir hönd ungmennaráðs

Jafnframt mun fulltrúi M-lista sitja í hópnum og verður hann tilgreindur á næsta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?