Fara í efni

Málefni Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202106149

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Farið yfir húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla.
Skólahúsnæði Seyðisfjarðarskóla uppfyllir ekki kröfur um aðbúnað nemenda og starfsmanna. Hljóðvist er erfið, stigar, starfsmannaaðstaða, og öryggismál eru ófullnægjandi. Gamli skóli er 114 ára gamall og viðhaldsþörf gríðarlega mikil. Heimastjórn telur það einsýnt að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu skólastarfi á komandi vetrum, vegna aðstöðuleysis og viðhaldsþarfar Gamla skóla. Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að mörkuð verði framtíðarstefna um uppbyggingu skólahúsnæðis og skólalóðar og að tryggðir verði fjármunir til uppbyggingar í fjárhagsáætlun næsta árs. Heimastjórn hefur auk þess miklar áhyggjur af þungaflutningum sem munu fylgja fyrirhugaðri uppbyggingu á Garðarsvegi með mikilli umferð í gegnum skólasvæðið.

Gestir

  • Þórunn Hrund Óladóttir - mæting: 09:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?