Fara í efni

Smiðjuhátíð - umsögn um tækifærisleyfi

Málsnúmer 202106170

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Vísað er í erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags 23.06.2021 vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Smiðjuhátíðar sem halda á í skemmtitjaldi á opnu svæði við hlið Hótel Snæfells, Austurveg 4, 710 Seyðisfirði Afgreiðslutími útiveitinga: Sala á mat í útitjaldi kl. 19:00 - 23:00 þann 24.07.2021.
Hámarks gestafjöldi : 120 gestir. . Ábyrgðarmaður er Zuhaitz Akizu Gardoki kt. 201085-4469.

Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.

Fyrir fundinum liggur jákvæð umsögn frá brunaeftirliti, en jákvæða umsögn frá heilbrigðiseftirliti og lögreglu vantar. Heimastjórn Seyðisfjarðar veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir lögreglu og heilbrigðiseftirlits berist sýslumanni. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?